Forseti jafnréttis og hugsjóna í þágu samfélagsins Þóra Leósdóttir skrifar 30. maí 2024 13:01 Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun