Virknin mjög svipuð í alla nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. maí 2024 06:32 Áttunda gosið á Reykjanesskaga á síðustu árum hófst um hádegisbil í dag. Vísir/Vilhelm Virknin í eldgosinu á Reykjanesi sem hófst í gær hefur verið mjög svipuð í alla nótt eftir að töluvert dró úr ákafanum síðdegis í gær. Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hefur staðið vaktina í nótt og hún segir að lélegt skyggni á gosstöðvunum hafi þó gert þeim eilítið erfitt fyrir að fylgjast með framvindunni. „En allar aðrar mælingar sýna okkur að þetta hefur verið mjög svipað í alla nótt.“ Sigríður segir að strax seinni partinn í gær hafi farið að draga úr gosóróanum. „Þá fór gosið að draga sig saman á nokkur gosop og það er ennþá virkni á einhverjum gosopum en við getum ekki séð nákvæmlega hvað þau eru mörg eins og er,“ segir Sigríður og bætir við að skjálftavirkni á svæðinu sé lítil sem engin. Hvað varðar hraunrennslið frá gosinu segir Sigríður að hið slæma skyggni geri mönnum erfitt fyrir. „Það er eitthvað hraunrennsli til suðurs úr syðsta gosopinu sem er í gangi núna og svo er eitthvað hraunrennsli norðar á sprungunni en við vitum ekki alveg hvert það er að renna, við sjáum það ekki.“ Sigríður segir að þetta komi allt betur í ljós þegar líður á morguninn en spáin gerir ráð fyrir að það muni létta til á svæðinu með morgninum. Mengun af völdum gossins fer eins og staðan er núna í austur, í átt að Hveragerði og Selfoss. Í nótt lagði hún yfir höfuðborgina en Sigríður segir að mengunargildi hafi verið sáralítil ef nokkur að mælast. „Það virðist ekki vera mikil gasmengun í þessu núna,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hefur staðið vaktina í nótt og hún segir að lélegt skyggni á gosstöðvunum hafi þó gert þeim eilítið erfitt fyrir að fylgjast með framvindunni. „En allar aðrar mælingar sýna okkur að þetta hefur verið mjög svipað í alla nótt.“ Sigríður segir að strax seinni partinn í gær hafi farið að draga úr gosóróanum. „Þá fór gosið að draga sig saman á nokkur gosop og það er ennþá virkni á einhverjum gosopum en við getum ekki séð nákvæmlega hvað þau eru mörg eins og er,“ segir Sigríður og bætir við að skjálftavirkni á svæðinu sé lítil sem engin. Hvað varðar hraunrennslið frá gosinu segir Sigríður að hið slæma skyggni geri mönnum erfitt fyrir. „Það er eitthvað hraunrennsli til suðurs úr syðsta gosopinu sem er í gangi núna og svo er eitthvað hraunrennsli norðar á sprungunni en við vitum ekki alveg hvert það er að renna, við sjáum það ekki.“ Sigríður segir að þetta komi allt betur í ljós þegar líður á morguninn en spáin gerir ráð fyrir að það muni létta til á svæðinu með morgninum. Mengun af völdum gossins fer eins og staðan er núna í austur, í átt að Hveragerði og Selfoss. Í nótt lagði hún yfir höfuðborgina en Sigríður segir að mengunargildi hafi verið sáralítil ef nokkur að mælast. „Það virðist ekki vera mikil gasmengun í þessu núna,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira