Ástæður til að kjósa Jón Gnarr Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 18:07 Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun