Sport

Landsliðskonan náði á kjör­stað fyrir lokun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir náði til landsins í tæka tíð til þess að kjósa.
Ingibjörg Sigurðardóttir náði til landsins í tæka tíð til þess að kjósa. Getty/Marco Steinbrenner

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta flaug heim í gær eftir leik liðsins úti í Austurríki á föstudaginn þar sem fór fram mikilvægur leikur í undankeppni HM 2025.

Fyrir liggur annar leikur við Austurríki á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið þar sem sigur kemur liðinu í hálfa leið inn á EM. Íslensku stelpurnar voru því í miðju landsliðsverkefni þegar þjóðin gekk til kosninga.

Landsliðskonurnar þurftu að fljúga heim til Íslands á kjördag og það munaði ekki miklu að ein þeirra missti af möguleikanum af því að kjósa sér nýjan forseta.

Færsla Ingibjargar frá því í gærkvöldi þegar hún var nýlent á landinu eftir að hafa verið að koma heim með landsliðinu.@ingibjorg11

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi náð á kosningarstað fyrir lokun.

„Beint að kjósa eftir flug,“ skrifaði Ingibjörg. Hún er Grindvíkingur og fór á Ásbrú til að kjósa.

Ingibjörg hefur spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi á nýloknu tímabili en verður ekki áfram leikmaður MSV Duisburg.

Hún lék áður í þrjú ár með norska félaginu Vålerenga. Það verður fróðlegt að sjá hvar hún spilar á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×