Ótrúlegur barnaskapur forsetaframbjóðenda Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. júní 2024 14:00 Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun