Misþyrming íslenskunnar í boði gervigreinds flugfélags: „Icelandair endurræsir afþreyingu, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega þvælu“ María Helga Guðmundsdóttir. skrifar 4. júní 2024 08:00 Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Liðið endurræsir banjó, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega dukku. Við fyrstu sýn kann lesandi að halda að köttur hafi hlaupið yfir lyklaborð þýðanda og skilið eftir skemmtilega vitleysu fyrir glögga farþega. En því miður er það ekki svo. Nánari athugun leiðir í ljós að það er varla ein einasta setning á íslensku í kerfinu sem stenst skoðun. Nokkur úrvalsdæmi fylgja í lok greinar fyrir áhugasama en þau eru miklu fleiri. Ég hef starfað við prófarkalestur og þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og er því ágætlega vön að finna bæði manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. Sú „íslenska“ sem hér er til sýnis er augljóslega ekki runnin undan rifjum manneskju. Hún er heldur ekki afurð hefðbundinnar þýðingarvélar; Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum. Það er Icelandair til háborinnar skammar að leita á náð gervigreindar um að þýða afþreyingarkerfi sitt, væntanlega til að spara sér aurinn við að ráða þýðanda af holdi og blóði til starfans. Enn meiri er skömmin að hafa ekki einu sinni rennt yfir heilaspuna gervigreindarinnar og staðfest að hann væri mönnum bjóðandi áður en honum var dælt inn í tölvukerfi flugvélanna. Miðað við þau vinnubrögð skyldi engan undra að viðbrögð við ábendingum séu engin. Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega. Í flugvélum Icelandair stendur á höfuðpúðum allra sæta: „Velkomin is Icelandic for welcome. That’s how we want you to feel.“ Flugfélagið hikar því ekki við að skreyta sig með íslenskunni í ímyndarsköpun sinni. Dýpra ristir væntumþykjan fyrir málinu greinilega ekki. Ljóst er að Icelandair telur sig ekki þurfa að sýna íslenskumælandi fólki þá lágmarksvirðingu að nota raunverulega íslensku í upplýsingamiðlun til þeirra og lætur sér spunaútgáfu úr smiðju gervigreindar nægja. Í þokkabót er ekki hægt að horfa á neitt efni í vélinni með texta, hvorki íslenskum né enskum, sem útilokar stóran hóp farþega frá því að nýta sér efnið og gerir íslenskar kvikmyndir í vélunum næsta gagnslausar til landkynningar. Þetta á líka við um það talsverða framboð barnaefnis sem er í kerfinu, sem er mikið til eingöngu í boði með ensku tali, engum texta og lýsingum á hrognamáli sem ekkert íslenskumælandi barn á að þurfa að sitja undir. Ég skora á Icelandair að taka þessa afbökun á íslenskunni umsvifalaust úr umferð og fá vanan þýðanda með gott vald á íslensku til að þýða afþreyingarkerfi sitt. Ennfremur skora ég á flugfélagið að kaupa réttinn að íslenskum og enskum texta með afþreyingarefninu þar sem þess er kostur. Þá skora ég á öll þau sem er umhugað um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni. Þar þarf raunverulega að spyrna við fótum, ólíkt því þegar sumir skylmast við vindmyllur í Efstaleitinu af ótta við aukna notkun hvorugkyns. Á vængjum vitleysunnar: Sýnisbók þvælu úr afþreyingarkerfi Icelandair „Pat finnur vísbendingu um skoðun Fimmtítalshúsfreyju, sem heldur viðkomu við hana, en Terry andast skugga úr eigin fortíð.“ „Leyndir og lygar hætta að brotna tengingum sem binda niður brjóstgangs Lisa og angstlýsan Sean.“ „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ „Suzie og Will sameina hæfileika sína til að endurbyggja leðursteikjuskeiði.“ „Eftir ár af rithömlum finnur Pat sína innblástur með hjálp narkótísku.“ „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag.“ Höfundur hefur fengist við þýðingar og prófarkalestur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun