Breytingar á lögum um útlendinga – neikvæð áhrif á réttindi og vernd barna á flótta Eva Bjarnadóttir og Sigurður Árnason skrifa 3. júní 2024 15:31 Félagasamtök sem vinna að bættum réttindum barna, hvetja til þess að frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga sem nú er til meðferðar á Alþingi Íslendinga verði ekki samþykkt án breytinga. Samtökin telja að tilteknar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu muni hafa neikvæð áhrif á réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og börn fólks sem veitt er vernd á Íslandi. Sérstakar ástæður Mál 11 ára gamals drengs frá Palestínu sem greindur er með Duchenne vöðvarýrnun og endursenda á til Spánar samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar útlendingamála hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Að mati okkar er um að ræða mál sem sýnir að hluta til hætturnar sem felast í tillögum frumvarpsins. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði brott úr lögum um útlendinga heimild stjórnvalda til að falla frá endursendingu með vísan til “sérstakra ástæðna” í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Um er að ræða heimild sem hefur á liðnum árum forðað fjölda einstaklinga, þ.m.t. börnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu, frá því að vera send úr landi í ómannúðlegar aðstæður eða óvissu um öryggi sitt. Við hvetjum til þess að stjórnvöld nýti þessa heimild í máli drengsins og að löggjafinn tryggi að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að fella ákvæðið úr lögum um útlendinga. Lengri bið barna eftir að sameinast foreldrum sínum Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar sem að okkar mati stofna í hættu rétti barna til að sameinast fjölskyldu sinni. Annars vegar er lagt til í frumvarpinu að þeir sem hafa sótt um eða verið veitt vernd í öðrum aðildarríkjum Schengen samstarfsins geti ekki fengið umsókn sína um vernd teknar til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli „sérstakra tengsla“ þrátt fyrir að eiga fjölskyldumeðlim sem hefur hér dvalarleyfi. Enn fremur er lagt til í frumvarpinu að fólk sem hlýtur vernd hér á landi á grundvelli viðbótarverndar eða dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða geti ekki sótt um dvalarleyfi fyrir fjölskyldur sínar fyrr en viðkomandi hefur haft dvalarleyfi hér á landi í tvö ár. Þetta mun augljóslega geta haft þau áhrif að börn verði fjarri foreldrum sínum í heil tvö ár áður en hægt yrði að leggja fram umsókn um slíka fjölskyldusameiningu. Oft yrði um það að ræða að börnin stæðu frammi fyrir sömu hættu í heimaríkinu þennan tveggja ára biðtíma sem var ástæðan fyrir flótta foreldrisins. Enn fremur er ljóst að það getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilbrigði, þroska og öryggi barna að vera án umsjár foreldra sinna til langs tíma. Tekið skal fram að í frumvarpinu er mælt fyrir um undanþágur frá þessum biðtíma en að mati okkar er ljóst af lestri frumvarpsins að um ákaflega takmörkuð undnaþágutilvik er að ræða sem munu ekki veita nema einstaka börnum vernd frá áhrifum frumvarpsins. Við setningu laga á Alþingi og við töku ákvarðana í málum sem stjórnvöld hafa til meðferðar ber að tryggja börnum þau réttindi sem þau njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur lagagildi hér á landi. Samkvæmt 3. gr. Barnasáttmálans skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang í slíkum málum. Samkvæmt 9. gr. Barnasáttmálans skulu aðildarríki hans tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra og í 10. gr. er kveðið á um að aðildarríki skuli með jákvæðu hugarfari, mannúðlega og með skjótum hætti afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki vegna endurfundar fjölskyldu. Þá ber aðildarríkjum samkvæmt 22 gr. Barnasáttmálans að gera það sem í þeirra valdi stendur að sameina börn á flótta fjölskyldum sínum. Engum dytti í hug að aðskilnaður barns frá foreldrum sínum teldist almennt barni fyrir bestu. Á það jafnt við um börn fólks á flótta sem önnur börn. Við hvetjum til þess að ekki verði ýtt undir greinarmun þar á milli og að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að rétti fólks sem fær vernd hér á landi til að sameinast fjölskyldum sínum verði seinkað um tvö ár. Löng málsmeðferð fyrir börn Samkvæmt núgildandi lögum um útlendinga skal taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram. Þegar um börn er að ræða er miðað við að endanleg niðurstaða hafi ekki fengist innan 10 mánaða. Ákvæði þessa efnis byggja meðal annars á því að ómannúðlegt þykir að láta umsækjendur bíða til langs tíma eftir niðurstöðu og ljóst er að það á sérstaklega við um börn. Með frumvarpinu er nú lagt til að þessi ákvæði verði felld úr lögunum. Við bendum á að núgildandi ákvæði voru ekki sett af tilefnislausu. Tafir á málsmeðferð hafa oft valdið því að þegar komið hefur til synjunar og brottflutnings barna úr landi hafi þau myndað sterk tengsl við nærsamfélag sitt, lært tungumálið og jafnvel ekki átt minningar um annað en að búa hér á landi. Við minnum á skyldu löggjafans og stjórnvalda til að hafa það sem börnum er fyrir bestu í forgangi og hvetur til þess að ekki verði horfið frá ákvæðum í lögum um útlendinga sem hafa þann tilgang að tryggja mannúðlega meðferð á umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri hjá UNICEF á Íslandi og Sigurður Árnason, lögfræðingur hjá ÖBÍ- réttindasamtök fyrir hönd: Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samfés, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Alþingi Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Félagasamtök sem vinna að bættum réttindum barna, hvetja til þess að frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga sem nú er til meðferðar á Alþingi Íslendinga verði ekki samþykkt án breytinga. Samtökin telja að tilteknar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu muni hafa neikvæð áhrif á réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og börn fólks sem veitt er vernd á Íslandi. Sérstakar ástæður Mál 11 ára gamals drengs frá Palestínu sem greindur er með Duchenne vöðvarýrnun og endursenda á til Spánar samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar útlendingamála hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Að mati okkar er um að ræða mál sem sýnir að hluta til hætturnar sem felast í tillögum frumvarpsins. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði brott úr lögum um útlendinga heimild stjórnvalda til að falla frá endursendingu með vísan til “sérstakra ástæðna” í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Um er að ræða heimild sem hefur á liðnum árum forðað fjölda einstaklinga, þ.m.t. börnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu, frá því að vera send úr landi í ómannúðlegar aðstæður eða óvissu um öryggi sitt. Við hvetjum til þess að stjórnvöld nýti þessa heimild í máli drengsins og að löggjafinn tryggi að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að fella ákvæðið úr lögum um útlendinga. Lengri bið barna eftir að sameinast foreldrum sínum Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar sem að okkar mati stofna í hættu rétti barna til að sameinast fjölskyldu sinni. Annars vegar er lagt til í frumvarpinu að þeir sem hafa sótt um eða verið veitt vernd í öðrum aðildarríkjum Schengen samstarfsins geti ekki fengið umsókn sína um vernd teknar til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli „sérstakra tengsla“ þrátt fyrir að eiga fjölskyldumeðlim sem hefur hér dvalarleyfi. Enn fremur er lagt til í frumvarpinu að fólk sem hlýtur vernd hér á landi á grundvelli viðbótarverndar eða dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða geti ekki sótt um dvalarleyfi fyrir fjölskyldur sínar fyrr en viðkomandi hefur haft dvalarleyfi hér á landi í tvö ár. Þetta mun augljóslega geta haft þau áhrif að börn verði fjarri foreldrum sínum í heil tvö ár áður en hægt yrði að leggja fram umsókn um slíka fjölskyldusameiningu. Oft yrði um það að ræða að börnin stæðu frammi fyrir sömu hættu í heimaríkinu þennan tveggja ára biðtíma sem var ástæðan fyrir flótta foreldrisins. Enn fremur er ljóst að það getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilbrigði, þroska og öryggi barna að vera án umsjár foreldra sinna til langs tíma. Tekið skal fram að í frumvarpinu er mælt fyrir um undanþágur frá þessum biðtíma en að mati okkar er ljóst af lestri frumvarpsins að um ákaflega takmörkuð undnaþágutilvik er að ræða sem munu ekki veita nema einstaka börnum vernd frá áhrifum frumvarpsins. Við setningu laga á Alþingi og við töku ákvarðana í málum sem stjórnvöld hafa til meðferðar ber að tryggja börnum þau réttindi sem þau njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur lagagildi hér á landi. Samkvæmt 3. gr. Barnasáttmálans skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang í slíkum málum. Samkvæmt 9. gr. Barnasáttmálans skulu aðildarríki hans tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra og í 10. gr. er kveðið á um að aðildarríki skuli með jákvæðu hugarfari, mannúðlega og með skjótum hætti afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki vegna endurfundar fjölskyldu. Þá ber aðildarríkjum samkvæmt 22 gr. Barnasáttmálans að gera það sem í þeirra valdi stendur að sameina börn á flótta fjölskyldum sínum. Engum dytti í hug að aðskilnaður barns frá foreldrum sínum teldist almennt barni fyrir bestu. Á það jafnt við um börn fólks á flótta sem önnur börn. Við hvetjum til þess að ekki verði ýtt undir greinarmun þar á milli og að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að rétti fólks sem fær vernd hér á landi til að sameinast fjölskyldum sínum verði seinkað um tvö ár. Löng málsmeðferð fyrir börn Samkvæmt núgildandi lögum um útlendinga skal taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram. Þegar um börn er að ræða er miðað við að endanleg niðurstaða hafi ekki fengist innan 10 mánaða. Ákvæði þessa efnis byggja meðal annars á því að ómannúðlegt þykir að láta umsækjendur bíða til langs tíma eftir niðurstöðu og ljóst er að það á sérstaklega við um börn. Með frumvarpinu er nú lagt til að þessi ákvæði verði felld úr lögunum. Við bendum á að núgildandi ákvæði voru ekki sett af tilefnislausu. Tafir á málsmeðferð hafa oft valdið því að þegar komið hefur til synjunar og brottflutnings barna úr landi hafi þau myndað sterk tengsl við nærsamfélag sitt, lært tungumálið og jafnvel ekki átt minningar um annað en að búa hér á landi. Við minnum á skyldu löggjafans og stjórnvalda til að hafa það sem börnum er fyrir bestu í forgangi og hvetur til þess að ekki verði horfið frá ákvæðum í lögum um útlendinga sem hafa þann tilgang að tryggja mannúðlega meðferð á umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri hjá UNICEF á Íslandi og Sigurður Árnason, lögfræðingur hjá ÖBÍ- réttindasamtök fyrir hönd: Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samfés, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun