Segja tíma SÍS hafa verið „sóað í sýndarsamráð“ um gjaldfrjálsar skólamáltíðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 06:53 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir voru ein af forsendum kjarasamninga í vor. Getty Tíma stjórnarmanna og starfsmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga var „sóað í sýndarsamráð“ þar sem ekkert tillit var tekið til athugasemda eða leiða til að sætta mismunandi sjónarmið varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar. Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta segir í umsögn sambandsins um frumvarp innviðaráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem ríkisstjórnin og sambandið gerðu samning um til að greiða fyrir langtímakjarasamningum. Mikil óánægja var með samkomulagið innan sambandsins, sem fékk það í gegn að settur yrði á fót starfshópur til að útfæra verkefnið. Í umsögninni segir að frumvarpið hafi hins vegar á endanum verið samið af aðila sem sat engan fund starfshópsins né tók tillit til vinnu hans. Sambandið lagði til að mynda til að kveðið yrði á um það í frumvarpinu að upphæðin til verkefnisins yrði endurskoðuðu árlega og að það yrði ekki gerð krafa um að sveitarfélögin sendu inn upplýsingar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir heldur fengju öll greitt samkvæmt nemendafjölda. Ekkert hafi verið komið til móts við athugasemdir sambandsins. „Þvert á móti var gengið lengra og upphæðin sem ríkið ætlar að leggja til verkefninsins tekin út úr frumvarpinu, að kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, með þeim rökum að hún ætti að koma á fjárlögum hvers árs en ekki í bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir verulegum vonbrigðum með þá niðurstöðu,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitarfélaga leggst þannig gegn samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd og óskar eftir samstarfi við þingnefndir um breytingar. „Verulegar áhyggjur eru af því koma eigi kostnaði vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða smátt og smátt yfir á sveitarfélögin en gagnrýni sveitarfélaganna hefur að mestu einmitt snúist um það. Frumvarpið gefur heimild til ríkisins til að ákveða framlag ríkisins árlega í fjárlögum. Ef sú fjárhæð dugar ekki til að mæta 75% hlutanum þá eykst kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga án þess að þau hafi tækifæri til að bregðast við því,“ segir í niðurlagi umsagnarinnar.
Kjaraviðræður 2023-24 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira