Herða eftirlit með kínverskum verslunarrisa í leiftursókn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 07:00 Temu hóf leiftursókn á vestræna markaði fyrir tveimur árum og hefur náð mikilli markaðshlutdeild á skömmum tíma. AP/Richard Drew Kínverski netverslunarrisinn Temu sem hefur vaxið hratt í Evrópu mun sæta strangara eftirliti Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk eftirlitsstofnun bættist í hóp bandarískra og evrópskra stofnana sem vara neytendur við vörum sem Temur selur. Ris Temu hér á landi sem annars staðar hefur verið leiftursnöggt. Eftir að fyrirtækið byrjaði að auglýsa þjónustu sína við íslenska samfélagsmiðlanotendur í vor tvöfölduðust viðskipti með vörur frá Kína í apríl frá sama mánuði í fyrra. Temu er í eigu kínverska fyrirtækisins PDD Holdings. Í heimalandinu á það lágvöruverðssnjallforritið Pinduoduo sem hefur tekið markaðinn þar með slíkum stormi að það er nú umsvifameira en verslunarrisinn Alibaba. Fyrir tveimur árum hóf PDD innreið sína á Bandaríkjamarkað með Temu og bauð þar falt allt frá ódýrum klæðnaði upp í raftæki og húsgögn sem eru framleidd í Kína. Fyrirtækið keypti meðal annars fokdýrar auglýsingar í kringum Ofurskálina þar sem viðskiptavinum voru hvattir til þess að „versla eins og milljarðamæringur“. Í kjölfarið færði Temu út kvíarnar til Bretlands og tuga annarra ríkja. Temu hafði að meðaltali 75 milljónir notenda í mánuði í Evrópusambandsríkjum yfir hálf árs tímabil sem lauk 31. mars, að sögn Reuters. Fyrirtækið kom fyrst inn á Evrópumarkað í apríl í fyrra. Slíkur hefur vöxtur Temu verið að Evrópusambandið tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið yrði flokkað sem „mjög stór vefgátt“ samkvæmt reglugerð þess um stafræna þjónustu. Fyrirtækið verður þannig háð ströngustu reglum og kvöðum reglugerðarinnar frá september á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Skilgreiningin setur auknar skyldur á herðar Temu um að koma í veg fyrir sölu á svikavarningi, óöruggum vörum og hugverkastuldi. Efast um öryggi Ekki eru allir á einu máli um ágæti Temu og þess sem það hefur upp á að bjóða. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem hún hvatti neytendur til þess að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. Temu var ekki nefnt sérstaklega á nafn í tilkynningunni. Bent var á að lágt verð varanna gæti skýrst af því að þær hefðu ekki verið prófaðar með tilliti til öryggis eða að þær kynnu að hafa verið framleiddar í nauðungarvinnu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hélt því fram í viðtali við Vísi að vörur sem Temu selur uppfylli ekki evrópskar gæðareglur og að það seldi meðal annars ólöglegar eftirlíkingar. Í skriflegum athugasemdum sem Temu sendi Vísi vegna frétta af gagnrýninni fullyrti fyrirtækið í gegnum almannatengil að það vottaði söluaðila með öryggi vara sinna í huga og brygðist hratt við ef misfellur kæmi í ljós. Margir söluaðilanna væru virtir framleiðendur sem ynnu einnig fyrir bandarísk stórfyrirtæki eins og Amazon, Walmart og Target. Vísbendingar um að vörur séu framleiddar í nauðungarvinnu Varnaðarorð HMS og Samtaka verslunar og þjónustu enduróma gagnrýni bandarískra og breskra yfirvalda á Temu. Bandarísk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að mikil hætta væri á að vörur sem Temu selur séu framleiddar í nauðungarvinnu. Álitið tengdist eftirliti með lögum sem banna innflutning á vörum til Bandaríkjanna sem eru framleiddar með nauðungarvinnu Úígúra, þjóðarbrots sem kínversk stjórnvöld kúga í Xinjiang-héraði. Alicia Kearns, formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, sagðist í fyrra vilja aukið eftirlit með Temu til að tryggja að þarlendir neytendur taki ekki óafvitandi þátt í „þjóðarmorði á Úígúrum“. Temu ber því við að fyrirtækið framleiði ekki sjálft vörur heldur tengi viðskiptavini beint við söluaðila og framleiðendur. Ekkert sé þó hæft í að vörurnar séu framleiddar í nauðungarvinnu. Siðareglur Temu banni nauðungarvinnu og fyrirtækið áskilji sér rétt til þess að slíta samstarfi við söluaðila sem brjóta reglurnar. Bandaríska þingnefndin gaf lítið fyrir þetta fyrirkomulag þar sem Temu útvistar eftirliti með siðareglunum til þriðja aðila. Temur sjálft hafi engin ráð til þess að tryggja að fyrirtækið fylgi reglum sem banna innflutning á vörum sem Úígúrar eru neyddir til þess að framleiða. Þá eru bandarísk og bresk yfirvöld uggandi yfir því að Temu og aðrar netverslanir notfæri sér glufu í tollalögum sem kveða á um lágmarksverðmæti vöru sem eru undanþegnar tollum og aðflutningsgjöldum. Varningur Temu kemst að miklu leyti hjá tollum og gjöldum með þessum hætti. Sama um hagnað á meðan þeir byggja upp markaðshlutdeild Markaðsgreinendur sem BBC hefur rætt við telja að Temu eigi eftir að vaxa enn meira á næstunni með áframhaldandi framboði á ódýrum vörum. Fyrirtækið gæti smám saman fært sig yfir í dýrari vörur. „Næstu tvö til þrjú árin er markmið þeirra bara að byggja upp vörumerkið og markaðshlutdeild. Þeim er sama um hagnað,“ segir Shaun Reid, stofnandi Markaðsrannsóknahóps Kína í Sjanghæ. „Það er nákvæmlega það sem gerðist með Pinduoduo þegar því var hleypt af stokkunum í Kína. Þeir buðu upp á ótrúlega ódýr tilboð aðeins til þess að ná markaðshlutdeild.“ Netöryggi Verslun Kína Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. 30. maí 2024 07:01 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Ris Temu hér á landi sem annars staðar hefur verið leiftursnöggt. Eftir að fyrirtækið byrjaði að auglýsa þjónustu sína við íslenska samfélagsmiðlanotendur í vor tvöfölduðust viðskipti með vörur frá Kína í apríl frá sama mánuði í fyrra. Temu er í eigu kínverska fyrirtækisins PDD Holdings. Í heimalandinu á það lágvöruverðssnjallforritið Pinduoduo sem hefur tekið markaðinn þar með slíkum stormi að það er nú umsvifameira en verslunarrisinn Alibaba. Fyrir tveimur árum hóf PDD innreið sína á Bandaríkjamarkað með Temu og bauð þar falt allt frá ódýrum klæðnaði upp í raftæki og húsgögn sem eru framleidd í Kína. Fyrirtækið keypti meðal annars fokdýrar auglýsingar í kringum Ofurskálina þar sem viðskiptavinum voru hvattir til þess að „versla eins og milljarðamæringur“. Í kjölfarið færði Temu út kvíarnar til Bretlands og tuga annarra ríkja. Temu hafði að meðaltali 75 milljónir notenda í mánuði í Evrópusambandsríkjum yfir hálf árs tímabil sem lauk 31. mars, að sögn Reuters. Fyrirtækið kom fyrst inn á Evrópumarkað í apríl í fyrra. Slíkur hefur vöxtur Temu verið að Evrópusambandið tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið yrði flokkað sem „mjög stór vefgátt“ samkvæmt reglugerð þess um stafræna þjónustu. Fyrirtækið verður þannig háð ströngustu reglum og kvöðum reglugerðarinnar frá september á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Skilgreiningin setur auknar skyldur á herðar Temu um að koma í veg fyrir sölu á svikavarningi, óöruggum vörum og hugverkastuldi. Efast um öryggi Ekki eru allir á einu máli um ágæti Temu og þess sem það hefur upp á að bjóða. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem hún hvatti neytendur til þess að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. Temu var ekki nefnt sérstaklega á nafn í tilkynningunni. Bent var á að lágt verð varanna gæti skýrst af því að þær hefðu ekki verið prófaðar með tilliti til öryggis eða að þær kynnu að hafa verið framleiddar í nauðungarvinnu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hélt því fram í viðtali við Vísi að vörur sem Temu selur uppfylli ekki evrópskar gæðareglur og að það seldi meðal annars ólöglegar eftirlíkingar. Í skriflegum athugasemdum sem Temu sendi Vísi vegna frétta af gagnrýninni fullyrti fyrirtækið í gegnum almannatengil að það vottaði söluaðila með öryggi vara sinna í huga og brygðist hratt við ef misfellur kæmi í ljós. Margir söluaðilanna væru virtir framleiðendur sem ynnu einnig fyrir bandarísk stórfyrirtæki eins og Amazon, Walmart og Target. Vísbendingar um að vörur séu framleiddar í nauðungarvinnu Varnaðarorð HMS og Samtaka verslunar og þjónustu enduróma gagnrýni bandarískra og breskra yfirvalda á Temu. Bandarísk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að mikil hætta væri á að vörur sem Temu selur séu framleiddar í nauðungarvinnu. Álitið tengdist eftirliti með lögum sem banna innflutning á vörum til Bandaríkjanna sem eru framleiddar með nauðungarvinnu Úígúra, þjóðarbrots sem kínversk stjórnvöld kúga í Xinjiang-héraði. Alicia Kearns, formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, sagðist í fyrra vilja aukið eftirlit með Temu til að tryggja að þarlendir neytendur taki ekki óafvitandi þátt í „þjóðarmorði á Úígúrum“. Temu ber því við að fyrirtækið framleiði ekki sjálft vörur heldur tengi viðskiptavini beint við söluaðila og framleiðendur. Ekkert sé þó hæft í að vörurnar séu framleiddar í nauðungarvinnu. Siðareglur Temu banni nauðungarvinnu og fyrirtækið áskilji sér rétt til þess að slíta samstarfi við söluaðila sem brjóta reglurnar. Bandaríska þingnefndin gaf lítið fyrir þetta fyrirkomulag þar sem Temu útvistar eftirliti með siðareglunum til þriðja aðila. Temur sjálft hafi engin ráð til þess að tryggja að fyrirtækið fylgi reglum sem banna innflutning á vörum sem Úígúrar eru neyddir til þess að framleiða. Þá eru bandarísk og bresk yfirvöld uggandi yfir því að Temu og aðrar netverslanir notfæri sér glufu í tollalögum sem kveða á um lágmarksverðmæti vöru sem eru undanþegnar tollum og aðflutningsgjöldum. Varningur Temu kemst að miklu leyti hjá tollum og gjöldum með þessum hætti. Sama um hagnað á meðan þeir byggja upp markaðshlutdeild Markaðsgreinendur sem BBC hefur rætt við telja að Temu eigi eftir að vaxa enn meira á næstunni með áframhaldandi framboði á ódýrum vörum. Fyrirtækið gæti smám saman fært sig yfir í dýrari vörur. „Næstu tvö til þrjú árin er markmið þeirra bara að byggja upp vörumerkið og markaðshlutdeild. Þeim er sama um hagnað,“ segir Shaun Reid, stofnandi Markaðsrannsóknahóps Kína í Sjanghæ. „Það er nákvæmlega það sem gerðist með Pinduoduo þegar því var hleypt af stokkunum í Kína. Þeir buðu upp á ótrúlega ódýr tilboð aðeins til þess að ná markaðshlutdeild.“
Netöryggi Verslun Kína Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. 30. maí 2024 07:01 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38
Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. 30. maí 2024 07:01