Viðreisn býðst til að bjarga lögreglufrumvarpi dómsmálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 16:51 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir flokkinn reiðubúinn að rjúfa „pattstöðuna“ um mikilvæg mál. Vísir/Arnar Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum miðar meðal annars að því að efla svokallaðar „afbrotavarnir“ eða „forvirkar rannsóknarheimildir“ lögreglu. Það er enn fast í nefnd og óljóst hvort takist að koma málinu í gegn áður en þingi verður slitið. Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“ Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50