Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 22:25 Sigmar vill að þingviljinn fái að ráða ef ríkisstjórninn nær ekki að komast að samkomulagi. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sigmar segir í ræðu sinni á Alþingi í dag að augljóst væri að VG tækju sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann segir það ekki vera sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gangi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna. Líklega sé meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum á þingi. „Við höfum séð það auðvitað núna eftir að VG fór ða hefja þessa naflaskoðun sína um það hvort þau væru vinstri flokkur. Þeir hafa verið að gefa það í skyn að þeir væru að fara að stoppa lögreglulögin. Það hefur síðan auðvitað keðjuverkandi áhrif á önnur lög,“ segir Sigmar. „Við erum með stór mál undir í þinginu, mikilvæg fyrir þjóðarheill og við viljum ekki að þetta sé allt stopp bara vegna þess að menn eru fastir í því að stjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Það er allt í lagi að láta þingviljann ráða ef það er meirihluti fyrir einhverjum málum. Eins og ég tel að það sé í lögreglulögunum, mannréttindastofnun og fleiri slíkum málum,“ bætir hann við. Ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gott mál að Viðreisnarliðar vilji „greiða fyrir góðum málum“ en tekur ekki undir með Sigmari um störukeppnina svokölluðu. Ríkisstjórnarflokkarnir séu með sterkar og ólíkar skoðanir á hlutunum. „Það auðvitað ekki að koma neinum á óvart að svo ólíkir flokkar sem standa að þessari ríkisstjórn þurfi á þessum tímapúnkti að setjast niður og sjá hvar mál eru stödd í nefnd. Og hversu langt þau eru komin og hvað er raunhæft að klára. Það er hlutverk okkar í ríkisstjórn og inni á þingi að ná lendingu í því,“ segir Hildur. Þá segir Hildur að athugasemdir Sigmars komi úr nokkuð harðri átt þar sem þingmenn Viðreisnar hafi ekki náð að koma sér saman innbyrðis um atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið á dögunum. „Þingmenn Viðreisnar voru tvist og bast á gulum, rauðum og grænum í einstaka greinum í því frumvarpi. Og það var þó innan sama þingflokks. Þannig ég myndi kannski ráðleggja Sigmari að einbeita sér að eigin þingflokki. Það á ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórnin er núna bara í þeirri vegferð að reyna að ná lendingu í hvernig þinglokin geta litið út,“ segir Hildur. Sama hvaðan gott kemur Inntur eftir viðbrögðum við athugasemdum Hildar segir Sigmar að það sé sama hvaðan gott kemur. Þriðja umræða um útlendingamálin sé ekki búin og enn eigi eftir að greiða atkvæði um frumvarpið í heild sinni. „Við erum ofureinfaldlega að benda á það að það gerist of oft hér í þinginu að mál stöðvast sem þingmeirihluti er fyrir bara vegna þess að einhver einn flokkur í ríkisstjórninni notar neitunarvald á hina flokkana. Okkur finnst að það eigi ekki að vinna þannig þegar svona mörg mikilvæg mál eru undir,“ segir Sigmar. „Við eigum bara að koma góðum málum í gegn í þágu fólksins í landinu og láta það vera útgangspúnktinn en ekki einhverjar krytur innan stjórnarsamstarfsins,“ bætir hann við. Stefna á að ljúka þingi fjórtánda Hvenær stefnið þið á að ljúka þinginu? „Hérna eru 63 einstaklingar í þessu húsi með miklar skoðanir og ólíkar. Þannig að núna er bara verkefnið að ná saman. Við stefnum á fjórtánda og með góðu samstarfi á það að vera hægt. En ef ekki þá er okkur ekkert að vanbúnaði í stjórnarmeirihlutanum að vera hér eins lengi og þarf til að koma góðum málum áfram fyrir samfélagið,“ segir Hildur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira