Hraun runnið að Grindavíkurvegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:54 Frá eldgosinu við Sundhnúksgíga sem hófst 29. maí. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá Veðurstofunnui segir að í morgun hafi framskriðið aukist og ljóst sé að hraunstraumurinn renni ákveðið í átt að Grindavíkurvegi norðan varnargarða við Svartsengi. „Stutt er í að hraunið renni yfir Grindavíkurveg og er verið að loka varnargarði þar og búið að loka Bláa Lóninu,“ segir í tilkynningunni. Áætlað að allir hafi yfirgefið svæðið um hádegi Í samtali við fréttastofu segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, að vegna stöðunnar hafi verið tekin ákvörðun um að opna ekki í morgun. Áætlað sé að gestir hótelsins auk starfsfólks hafi allir yfirgefið svæðið í kringum hádegisbil. Hraun hefur runnið yfir Grindavíkurveg í nokkur skipti í eldgosum undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Í gærmorgun tók hraunið að streyma úr barmi suðurhlíð gígsins. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Uppfært klukkan 10:20. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna segir viðbragðsaðila á staðnum fylgjast grannt með stöðunni. Búið sé að loka gati í varnargarðinum við Grindavík sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Þá sé hætta á gróðureldum á svæðinu og slökkviliðið í viðbragsðstöðu vegna þess. Aðeins sé tímaspursmál hvenær hraunið renni yfir Grindavíkurveg. Uppfært klukkan 10:40 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu sem er á staðnum, staðfestir í samtali við fréttastofu að hraunið sé nú komið að Grindavíkurvegi. Nánar verður rætt við Jón Hauk í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Hraungígur brast í morgun Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. 7. júní 2024 10:16