Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skólaslit Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 12:53 Sushi var ekki fyrr komin úr skólanum áður en hún fór að reyna að komast aftur inn. Ljósmynd/Facebook Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“ Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“
Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01