Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skólaslit Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 12:53 Sushi var ekki fyrr komin úr skólanum áður en hún fór að reyna að komast aftur inn. Ljósmynd/Facebook Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“ Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Þetta segir Sara Dís Hjaltested, eigandi Sushi, í samtali við Vísi en hún tekur fram að Sushi hafi aðeins verið föst í skólanum innan við sólarhring. Sushi er afar vinsæl í Garðabæ en til stendur að reisa styttu af kettinum í bæjarfélaginu eins og greint var frá um daginn. Sushi er fastagestur í Hagkaup en sækir einnig kennslustundir í Garðaskóla og er einstaklega vinsæl meðal nemenda. Mætt aftur á ganga skólans Sara segir að Sushi hafi ekki fagnað frelsinu eftir að henni var hleypt út en hún er komin aftur í skólann núna og lætur fara vel um sig á göngunum. Sara tekur fram að Sushi sé greinilega ekki tilbúin að fara í sumarfrí eins og flestir starfsmenn og nemendur skólans. „Það er einhver frágangur í skólanum núna og það þykir öllum það vænt um hana að ég veit ekki hversu oft starfsmenn og kennarar fara og hleypa henni út þegar það er vakin athygli á að hún sé í skólanum í Garðabæjarhópnum á Facebook,“ segir Sara sem tekur fram að Sushi sé ekki í neinni hættu að festast aftur í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Kötturinn Sushi (@kotturinnsushi) Sushi gert að sitja eftir í skólanum Spurð hvort að Sushi staldri eitthvað við heima hjá sér svarar Sara því neitandi og segir hana of upptekna að standa vaktina í Hagkaup eða Garðaskóla. „Við sjáum hana mjög lítið. Hún kemur bara heim til að éta.“ Hún bætir við að Sushi virðist vera alveg sama að færri séu í skólanum núna en vanalega og tekur fram að mikið sé grínast um viðveru Sushi í skólanum eftir skólaslit. „Það er mikið grínast með það að hún hafi ekki náð prófunum og þurfi þess vegna að sitja eftir.“
Dýr Garðabær Kettir Tengdar fréttir Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 23. maí 2024 21:01