Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 14:22 Samgöngustofa lítur fjölda látinna í umferðinni það sem af er ári alvarlegum augum. Vísir/Arnar Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28