Enok sakfelldur Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 12:22 Önnur árásin sem Enok er dæmdur fyrir átti sér stað á Lebowski bar. Vísir Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Mönnunum var gefið að sök að veitast að ofbeldi að Bersa Torfasyni við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við Kaffibrennsluna í miðbæ Reykjavíkur í júní 2022. Þeir voru ákærðir fyrir að veita Bersa ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, og sparka ítrekað í líkama hans. Síðan var Enok gefið að sök að fleygja honum niður tröppur og þeir síðan sagðir báðir sparka ítrekað í hann í kjölfarið og traðka á höfði hans þar sem hann lá. Bersi þessi hlaut dóm snemma á þessu ári fyrir að stinga Enok sex mánuðum áður en Enok réðst á hann. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Hin ákæran gegn Enoki var vegna líkamsárásar í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistaðnum 203. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að öðrum manni og slá hann fjórum höggum í andlitið. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Hægt er að lesa nánar um það hér. Ekkert bendi til þess að Enok hafi verið skelkaður Varðandi fyrri ákæruliðinn neitiðu báðir sök. Verjandi Enoks hélt því fram fyrir dómi að umbjóðandi hans hefði verið skelkaður við Bersa vegna fyrri árásar hans, og að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Í dómnum segir að ekkert í málinu bendi til þess að tvímenningarnir hafi verið skelkaðir og að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekkert slíkt eigi við í málinu. Ólíklegt að þau hafi sammælst um að bera hann rangri sök Varðandi seinni ákæruliðinn vildi Enok meina að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök. Hann sagðist ekki hafa verið á 203 Club kvöldið sem árásin var framin. Dómnum þótti framburður vitna og þess sem varð fyrir árásinni hafa veriði trúverðgur, en þau sögðu Enok hafa verið að verki. Eitt þessara vitna þekkti Enok frá fyrri samskiptum við hann og þótti dómnum því afar ólíklegt að hún hefði farið mannavillt. Þá þykir dómnum afar ólíklegt að vitnin og brotaþolinn hafi sammælst um að bera Enok röngum sökum. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Undirrót árásarinnar hefnd Líkt og áður segir hlýtur Enok sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að allt bendi til þess að undirrót brotsins gegn Bersa hafi verið hefnd. Enoki er gert að greiða öðrum brotaþolanum 478 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað og hinum brotaþolanum 500 þúsund krónur í miskabætur og 900 þúsund í málskostnað. Hinum sakborningnum er gert að greiða brotaþolanum 450 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað. Þar að auki þarf Enok að greiða rúmar 2,5 milljónir í sakarkostnað. Og hinn sakborningurinn tæplega 1,6 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Mönnunum var gefið að sök að veitast að ofbeldi að Bersa Torfasyni við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við Kaffibrennsluna í miðbæ Reykjavíkur í júní 2022. Þeir voru ákærðir fyrir að veita Bersa ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, og sparka ítrekað í líkama hans. Síðan var Enok gefið að sök að fleygja honum niður tröppur og þeir síðan sagðir báðir sparka ítrekað í hann í kjölfarið og traðka á höfði hans þar sem hann lá. Bersi þessi hlaut dóm snemma á þessu ári fyrir að stinga Enok sex mánuðum áður en Enok réðst á hann. Sjá nánar: Hljóp á eftir stungumanninum með innyflin lafandi út úr sér Hin ákæran gegn Enoki var vegna líkamsárásar í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistaðnum 203. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að öðrum manni og slá hann fjórum höggum í andlitið. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Hægt er að lesa nánar um það hér. Ekkert bendi til þess að Enok hafi verið skelkaður Varðandi fyrri ákæruliðinn neitiðu báðir sök. Verjandi Enoks hélt því fram fyrir dómi að umbjóðandi hans hefði verið skelkaður við Bersa vegna fyrri árásar hans, og að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Í dómnum segir að ekkert í málinu bendi til þess að tvímenningarnir hafi verið skelkaðir og að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Ekkert slíkt eigi við í málinu. Ólíklegt að þau hafi sammælst um að bera hann rangri sök Varðandi seinni ákæruliðinn vildi Enok meina að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök. Hann sagðist ekki hafa verið á 203 Club kvöldið sem árásin var framin. Dómnum þótti framburður vitna og þess sem varð fyrir árásinni hafa veriði trúverðgur, en þau sögðu Enok hafa verið að verki. Eitt þessara vitna þekkti Enok frá fyrri samskiptum við hann og þótti dómnum því afar ólíklegt að hún hefði farið mannavillt. Þá þykir dómnum afar ólíklegt að vitnin og brotaþolinn hafi sammælst um að bera Enok röngum sökum. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Undirrót árásarinnar hefnd Líkt og áður segir hlýtur Enok sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að allt bendi til þess að undirrót brotsins gegn Bersa hafi verið hefnd. Enoki er gert að greiða öðrum brotaþolanum 478 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað og hinum brotaþolanum 500 þúsund krónur í miskabætur og 900 þúsund í málskostnað. Hinum sakborningnum er gert að greiða brotaþolanum 450 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund í málskostnað. Þar að auki þarf Enok að greiða rúmar 2,5 milljónir í sakarkostnað. Og hinn sakborningurinn tæplega 1,6 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira