Bjarkey verði að sæta ábyrgð Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 13:23 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún. Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún.
Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira