Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 22:43 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra fluttu ræður í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. „Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Þótt gjáin á milli pólitískra skoðana fólks virðist fara breikkandi þá erum við Íslendingar samheldin þjóð,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í eldhúsdagsræðu sinni. „Við viljum öll öflugt heilbrigðiskerfi sem hlúir að þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum öll gott menntakerfi svo börnin okkar hafi enn fleiri tækifæri en kynslóðirnar sem á undan eru gengnar. Þá viljum við líka að allir eigi sér heimili og fái jöfn tækifæri til góðra verka. Við hljótum einnig að vera sammála um að það álag sem hefur verið á innviði okkar undanfarin ár er meira en þeir þola,“ sagði Guðrún. Það eigi ekki að vera feimnismál að benda á að tæplega 400 þúsund manna samfélag geti ekki takmarkalaust opnað faðm sinn fyrir þeim fjölda fólks sem til Íslands leitar. Flóttamenn leiti að veikasta regluverkinu „Við viljum gera vel en það getur enginn stjórnmálaflokkur fært haldbær rök fyrir því að eitt fámennasta ríki í Evrópu hafi veikasta regluverkið þegar kemur að útlendingum,“ sagði Guðrún og að risavaxin áskorun sé fyrir fámenna þjóð þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi aukist um 3700 prósent á rúmum áratug. „Þrátt fyrir þetta er því enn haldið fram að þessi mikli fjöldi sé ekkert sérstaklega mikill og jafnvel hóflegur, ef dregnir eru frá umsækjendur frá Venesúela og Úkraínu sem eru tveir stærstu þjóðernishóparnir meðal umsækjenda. Svona málflutningur er til þess fallinn að slá ryki í augu fólks,“ sagði Guðrún og sagði Ísland fá hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd af Evrópuríkjunum. „Hvað skýrir þennan mikla fjölda sem hingað leitar til lands umfram önnur ríki? Víst er að ekki er það veðrið. Flóttamannastraumurinn er eins og vatn sem finnur sér farveg og rennur þangað sem stærstu glufurnar finnast og veikasta regluverkið,“ sagði Guðrún. Þá sagði hún umsóknum um alþjóðlega vernd hafa fækkað um nær 60 prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. „Eitt er víst að ef stjórnarandstaðan fengi að ráða væri ekki talað um fækkun heldur áframhaldandi fjölgun og áframhaldandi stjórnleysi.“ Fagnar breytingum á útlendingalögum Þann fjölda sem sótt hefur hingað síðastliðin sagði Guðrún hafa skapað áskoranir fyrir samfélagið og kerfin innan þess. Það sé sjálfsögð og eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem dvelja hér á landi, hvort sem um sé að ræða Íslendinga eða aðra, fari eftir íslenskum lögum. „Þess vegna segi ég skýrt að það er mín skoðun að ef flóttamaður gerist uppvís um alvarlegan glæp á Íslandi á að svipta hann dvalarleyfi. Það er frumskylda mín sem ráðherra og stjórnvalda að tryggja öryggi borgara í þessu landi og vil ég því setja sambærilegt ákvæði í íslensk lög og finna má á hinum Norðurlöndunum hvað þetta varðar,“ sagði Guðrún. Loks sagðist hún fagna því að breytingar yrðu gerðar á útlendingalöggjöfinni, og um sé að ræða veigamestu breytingar á málaflokknum í áraraðir. Einnig fagni hún því að sátt hafi náðst í ríkisstjórn um sameiginlega sýn í málaflokknum. „Ég mun áfram rísa undir ábyrgð og ég hræðist ekki vegferðina sem er fram undan,“ sagði Guðrún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira