Ljúgandi málpípa Sjálfstæðisflokksins Tómas Kristjánsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Samgöngur Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun