Luka ósáttur með dómgæsluna: „Aldrei komið fyrir mig áður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Luka skoraði 27 stig í nótt. Tim Heitman/Getty Images Luka Dončić var allt annað en sáttur með dómgæsluna í þriðja leik Dallas Mavericks og Boston Celtics í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn og þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn. Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir. Körfubolti NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leikur næturinnar var gríðarlega jafn allt fram að hálfleik en í þriðja leikhluta settu gestirnir frá Boston í fimmta gír og stungu hreinlega af. Dallas tókst hins vegar að klóra í bakkann og munurinn var kominn niður í þrjú stig þegar Luka, sem var aðeins með tvær villur þegar fjórði leikhluti hófst, var sendur af velli eftir að fá sína sjöttu villu. Þetta var í aðeins þriðja skipti á ferli sínum í NBA sem Luka nælir sér í sex villur og er sendur í sturtu. Alls fékk hann fjórar villur á aðeins átta mínútum. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, ekki svo að ég muni allavega. Við máttum hreinlega ekki spila fast. Ég vil ekki segja neitt en þú veist, sex villur í úrslitum NBA,“ sagði Luka greinilega ósáttur. Dallas var á 20-2 áhlaupi þegar sjötta villan var dæmd á Luka. Hann var talinn hafa brotið á Jaylen Brown þó svo að Jason Kidd, þjálfari Dallas, hafi mótmælt og dómarnir hafi farið í skjáinn. Luka Dončić fouled out in the fourth quarter of Game 3, halting the Mavericks' comeback in a loss to the Celtics.Dallas now trails 3-0 in the NBA Finals, with Dončić expressing frustration over the calls and the team's missed opportunities.More ⤵️https://t.co/cGlmht9kze— The Athletic (@TheAthletic) June 13, 2024 „Þetta var ekki villa fyrir mér, held að enginn okkar hafi haldið að þetta væri villa,“ sagði Dereck Lively II, leikmaður Dallas. „Mögulega hefðum við átt að áfrýja þeim öllum,“ sagði Kidd aðspurður af hverju Dallas mótmælti ekki fimmtu villunni sem Luka fékk en það var einnig eftir að hann var sagður hafa brotið á Brown. „Við munum trúa allt til enda,“ sagði Luka að lokum en ekkert lið í sögu úrslita NBA hefur komið til baka eftir að lenda 3-0 undir.
Körfubolti NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum