Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2024 08:20 Mynd frá björgunaraðgerðunum í Borgarfirði. Landsbjörg Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að um hálftvöleytið í gær hafi Björgunarsveitin Ok í Reykholti verið boðuð út vegna hestaslyss við Kalmanstungu í Borgarfirði. Farið hafi verið á jeppa og buggy-bílum sveitarinnar og sjúkraflutningamaður fengið far með þeim áleiðis á slysstað en lögregla hafi einnig verið kölluð til. Komið hafi verið að þeim slasaða tæpum klukkutíma eftir að útkall barst en eftir mat á áverkum hafi verið ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Rétt rúmlega 15 hafi hinn slasaði verið kominn í þyrlu á leið frá slysstað. Stuttu seinna hafi Björgunarsveitin Bróðurhönd og Björgunarsveitin Dagrenning verið boðaðar vegna gönguslyss rétt undir toppi Valahnúks í Þórsmörk. Björgunarsveitirnar hafi brugðist hratt við og Björgunarsveitin Bróðurhönd komið fyrst á vettvang ásamt skálavörðum í Langadal. Björgunarsveitin Dagrenning komið stuttu seinna auk björgunarsveitarfólks sem hafði verið í helgarfríi í Þórsmörk. Þá segir að hinn slasaði hafi verið með áverka á fæti og ekki getað staðið í fótinn. Hann hafi verið færður með böruburði stutta leið niður Valahnúk þar sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sem kom beint úr útkallinu úr Borgarfirði, gat athafnað þyrlunni og var hinn slasaði kominn í þyrlu rétt rúmlega fjögur. Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Hestar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að um hálftvöleytið í gær hafi Björgunarsveitin Ok í Reykholti verið boðuð út vegna hestaslyss við Kalmanstungu í Borgarfirði. Farið hafi verið á jeppa og buggy-bílum sveitarinnar og sjúkraflutningamaður fengið far með þeim áleiðis á slysstað en lögregla hafi einnig verið kölluð til. Komið hafi verið að þeim slasaða tæpum klukkutíma eftir að útkall barst en eftir mat á áverkum hafi verið ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Rétt rúmlega 15 hafi hinn slasaði verið kominn í þyrlu á leið frá slysstað. Stuttu seinna hafi Björgunarsveitin Bróðurhönd og Björgunarsveitin Dagrenning verið boðaðar vegna gönguslyss rétt undir toppi Valahnúks í Þórsmörk. Björgunarsveitirnar hafi brugðist hratt við og Björgunarsveitin Bróðurhönd komið fyrst á vettvang ásamt skálavörðum í Langadal. Björgunarsveitin Dagrenning komið stuttu seinna auk björgunarsveitarfólks sem hafði verið í helgarfríi í Þórsmörk. Þá segir að hinn slasaði hafi verið með áverka á fæti og ekki getað staðið í fótinn. Hann hafi verið færður með böruburði stutta leið niður Valahnúk þar sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sem kom beint úr útkallinu úr Borgarfirði, gat athafnað þyrlunni og var hinn slasaði kominn í þyrlu rétt rúmlega fjögur.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Hestar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira