Yngra fólk á hjúkrunarheimilum upplifir öryggi en saknar félagslífs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 11:06 53 prósent yngri en 60 ára sem eru búsettir á hjúkrunarheimili dvelja í geðhjúkrunarrýmum. Vísir/Vilhelm Leggja þarf áherslu á rétt einstaklingsins til að velja sjálfur hvar hann býr og með hvaða hætti þjónusta við hann er veitt, segir í nýrri skýrslu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum. Um er að ræða afrakstur starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun árs 2022 og var ætlað að greina stöðu yngra fólks á hjúkrunarheimilum og gera tillögur um bestu leiðir til að koma til móts við hópinn. Athygli vekur að upplifun viðmælenda starfshópsins var yfirleitt ekki í takt við umræðu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum, þar sem flestir sögðust sáttir við dvöl sína á sama tíma og búseta ungra einstaklinga á hjúkrunarheimilum hefur verið harðlega gagnrýnd af fötluðum, hagsmunasamtökum og fagfólki. 190 fengu staðfest færni- og heilsumat 2018 til 2023 Samkvæmt skýrslu starfshópsins var 51 einstaklingur yngri en 60 ára búsettur á hjúkrunarheimili í febrúar 2024. Af þeim bjó 31 prósent á höfuðborgarsvæðinu en flestir þeirra sem voru búsettir á landsbyggðinni bjuggu í skilgreindum geðhjúkrunarrýmum á tveimur hjúkrunarheimilum. „Meirihluti markhópsins 60 ára og yngri, eða 68%, var á aldursbilinu 51-60 ára, en yngsti íbúinn var á fertugsaldri. Af þeim einstaklingum 60 ára og yngri sem nú eru búsettir á hjúkrunarheimilum eru 53% í geðhjúkrunarrýmum,“ segir í skýrslunni. Færni- og heilsumat er skilyrði búsetu á hjúkrunarheimili og árið 2023 fengu 24 einstaklingar 60 ára og yngri staðfest slíkt mat. Alls fengu 190 staðfest færni- og heilsumat á árunum 2018 til 2023, þar af 177 í hjúkrunarrými. Af hópnum voru 77 prósent á aldrinum 51 til 60 ára en þrettán voru yngri en 40 ára. Af þeim sem fengu samþykkt fyrsta mat á þessum árum voru 62 prósent karlar. Flestir einstæðir og bundnir við hjólastól Eins og fyrr segir ræddi starfshópurinn við nokkra einstaklinga, ellefu talsins, en meðalaldur þeirra var 54,7 ár og meðalaldur við flutning á hjúkrunarheimili 52,3 ár. Flestir notuðu hjólastól til að komast leiða sinna og meirihluti viðmælenda var einstæður og átti ekki börn undir 18 ára. „Tvær ástæður voru algengastar fyrir flutningi á hjúkrunarheimili. Annars vegar höfðu viðmælendur lagst inn á spítala vegna veikinda eða slysa og ekki komist heim í fyrri búsetu vegna þjónustuþarfa eða heimilisaðstæðna í kjölfar endurhæfingar á Grensásdeild Landspítala,“ segir í skýrslunni. „Hins vegar höfðu viðmælendur haft aukna þörf fyrir stuðningsþjónustu heim. Tveir viðmælendur voru með samþykkta umsókn um NPA hjá sveitarfélagi en hvorugur hafði náð að manna samninginn þar sem mikla hjúkrunarþjónustu þurfti samhliða aðstoð við athafnir daglegs lífs.“ Flestir viðmælenda starfshópsins nefndu öryggi sem meginástæðu þess að þeir vildu búa áfram á hjúkrunarheimili.Getty Af viðmælendunum sögðust níu sáttir við búsetu sína á hjúkrunarheimilinu en tveir sögðust vilja flytja í sjálfstæða búsetu með viðeigandi þjónustu. Allir komu hins vegar með tillögur að úrbótum á þjónustunni þannig að hún hentaði betur yngri einstaklingum. „Almennt var óskað eftir aukinni virkni, t.a.m. sjúkra- og iðjuþjálfun. Megináherslan var á aukið félagslíf, félagsskap við hæfi, t.d. með sameiningu yngri einstaklinga á eina deild, og tækifæri til að fá að eiga félagslíf utan veggja hjúkrunarheimilisins, m.a. með nægjanlegri stuðningsþjónustu og akstursþjónustu til að komast á milli staða. Aðrir þættir sem komu fram voru að bæta þyrfti þekkingu starfsfólks á þörfum yngri einstaklinga, þ.m.t. fötlun þeirra, og þörf væri fyrir stærri rými innan hjúkrunarheimila fyrir yngri einstaklinga þar sem félagslegar þarfir og aðstæður eru aðrar en þeirra sem eldri eru.“ Skortur á félagslífi eitt stærsta vandamálið Starfshópurinn leitaði eftir tillögum frá þjónustuveitendum, sem voru samhljóma þeim tillögum sem komu frá notendunum sem rætt var við. Það var meðal annars nefnt að nauðsynlegt væri að öll úrræði hefðu verið reynd í sjálfstæðri búsetu. Einna mest var þó rætt um möguleika fólksins á félagslífi utan hjúkrunarheimilisins. Í samantekt starfshópsins segir að margt hafi áunnist í réttindum og þjónust við fatlað fólk en málin flækist þegar fatlaðir þarfnist þjónustu fleiri en eins kerfis. Ágreiningur um hugmyndafræði milli kerfa sé áberandi og mat á stuðningsþörfum sé ólíkt. „Búsetu ungra einstaklinga á hjúkrunarheimilum hefur verið mótmælt harðlega af fötluðu fólki, hagsmunasamtökum þess og fagfólki, á þeim grundvelli að hjúkrunarheimili séu ekki í stakk búin til þess að veita þá þjónustu sem einstaklingum er nauðsynleg til að lifa sjálfstæðu lífi. Þess utan feli slík búseta stundum í sér flutning viðkomandi á milli landshluta, með tilheyrandi fjarlægð frá vinum og vandamönnum,“ segir í samantektinni. Flestir viðmælenda hafi hins vegar verið sáttir en allir óskað eftir auknum réttindum, aukinni virkni í daglegu lífi og viðeigandi félagslífi. Margir hefðu upplifað öryggi eftir flutning á hjúkrunarheimili, sem þeir voru hræddir um að missa ef þeir yrðu fluttir í annað þjónustu- og búsetuform. „Upplifunin hefur almennt verið sú að verið sé að ýta ungu fólki inn á hjúkrunarheimilin því það vanti fjölbreyttari úrræði, raunverulegt val um búsetuform með þjónustu heim og fólk til að sinna þessum einstaklingum. Hjúkrunarheimilin vilja og reyna að sinna þessum einstaklingum vel en hafa ekki burðina til þess. Til þess vantar frekari fjármuni, mönnun og tækifæri til að skipuleggja þjónustuna með þennan hóp í huga,“ segir meðal annars í niðurstöðunum. Skýrslan í heild. Hjúkrunarheimili Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Um er að ræða afrakstur starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun árs 2022 og var ætlað að greina stöðu yngra fólks á hjúkrunarheimilum og gera tillögur um bestu leiðir til að koma til móts við hópinn. Athygli vekur að upplifun viðmælenda starfshópsins var yfirleitt ekki í takt við umræðu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum, þar sem flestir sögðust sáttir við dvöl sína á sama tíma og búseta ungra einstaklinga á hjúkrunarheimilum hefur verið harðlega gagnrýnd af fötluðum, hagsmunasamtökum og fagfólki. 190 fengu staðfest færni- og heilsumat 2018 til 2023 Samkvæmt skýrslu starfshópsins var 51 einstaklingur yngri en 60 ára búsettur á hjúkrunarheimili í febrúar 2024. Af þeim bjó 31 prósent á höfuðborgarsvæðinu en flestir þeirra sem voru búsettir á landsbyggðinni bjuggu í skilgreindum geðhjúkrunarrýmum á tveimur hjúkrunarheimilum. „Meirihluti markhópsins 60 ára og yngri, eða 68%, var á aldursbilinu 51-60 ára, en yngsti íbúinn var á fertugsaldri. Af þeim einstaklingum 60 ára og yngri sem nú eru búsettir á hjúkrunarheimilum eru 53% í geðhjúkrunarrýmum,“ segir í skýrslunni. Færni- og heilsumat er skilyrði búsetu á hjúkrunarheimili og árið 2023 fengu 24 einstaklingar 60 ára og yngri staðfest slíkt mat. Alls fengu 190 staðfest færni- og heilsumat á árunum 2018 til 2023, þar af 177 í hjúkrunarrými. Af hópnum voru 77 prósent á aldrinum 51 til 60 ára en þrettán voru yngri en 40 ára. Af þeim sem fengu samþykkt fyrsta mat á þessum árum voru 62 prósent karlar. Flestir einstæðir og bundnir við hjólastól Eins og fyrr segir ræddi starfshópurinn við nokkra einstaklinga, ellefu talsins, en meðalaldur þeirra var 54,7 ár og meðalaldur við flutning á hjúkrunarheimili 52,3 ár. Flestir notuðu hjólastól til að komast leiða sinna og meirihluti viðmælenda var einstæður og átti ekki börn undir 18 ára. „Tvær ástæður voru algengastar fyrir flutningi á hjúkrunarheimili. Annars vegar höfðu viðmælendur lagst inn á spítala vegna veikinda eða slysa og ekki komist heim í fyrri búsetu vegna þjónustuþarfa eða heimilisaðstæðna í kjölfar endurhæfingar á Grensásdeild Landspítala,“ segir í skýrslunni. „Hins vegar höfðu viðmælendur haft aukna þörf fyrir stuðningsþjónustu heim. Tveir viðmælendur voru með samþykkta umsókn um NPA hjá sveitarfélagi en hvorugur hafði náð að manna samninginn þar sem mikla hjúkrunarþjónustu þurfti samhliða aðstoð við athafnir daglegs lífs.“ Flestir viðmælenda starfshópsins nefndu öryggi sem meginástæðu þess að þeir vildu búa áfram á hjúkrunarheimili.Getty Af viðmælendunum sögðust níu sáttir við búsetu sína á hjúkrunarheimilinu en tveir sögðust vilja flytja í sjálfstæða búsetu með viðeigandi þjónustu. Allir komu hins vegar með tillögur að úrbótum á þjónustunni þannig að hún hentaði betur yngri einstaklingum. „Almennt var óskað eftir aukinni virkni, t.a.m. sjúkra- og iðjuþjálfun. Megináherslan var á aukið félagslíf, félagsskap við hæfi, t.d. með sameiningu yngri einstaklinga á eina deild, og tækifæri til að fá að eiga félagslíf utan veggja hjúkrunarheimilisins, m.a. með nægjanlegri stuðningsþjónustu og akstursþjónustu til að komast á milli staða. Aðrir þættir sem komu fram voru að bæta þyrfti þekkingu starfsfólks á þörfum yngri einstaklinga, þ.m.t. fötlun þeirra, og þörf væri fyrir stærri rými innan hjúkrunarheimila fyrir yngri einstaklinga þar sem félagslegar þarfir og aðstæður eru aðrar en þeirra sem eldri eru.“ Skortur á félagslífi eitt stærsta vandamálið Starfshópurinn leitaði eftir tillögum frá þjónustuveitendum, sem voru samhljóma þeim tillögum sem komu frá notendunum sem rætt var við. Það var meðal annars nefnt að nauðsynlegt væri að öll úrræði hefðu verið reynd í sjálfstæðri búsetu. Einna mest var þó rætt um möguleika fólksins á félagslífi utan hjúkrunarheimilisins. Í samantekt starfshópsins segir að margt hafi áunnist í réttindum og þjónust við fatlað fólk en málin flækist þegar fatlaðir þarfnist þjónustu fleiri en eins kerfis. Ágreiningur um hugmyndafræði milli kerfa sé áberandi og mat á stuðningsþörfum sé ólíkt. „Búsetu ungra einstaklinga á hjúkrunarheimilum hefur verið mótmælt harðlega af fötluðu fólki, hagsmunasamtökum þess og fagfólki, á þeim grundvelli að hjúkrunarheimili séu ekki í stakk búin til þess að veita þá þjónustu sem einstaklingum er nauðsynleg til að lifa sjálfstæðu lífi. Þess utan feli slík búseta stundum í sér flutning viðkomandi á milli landshluta, með tilheyrandi fjarlægð frá vinum og vandamönnum,“ segir í samantektinni. Flestir viðmælenda hafi hins vegar verið sáttir en allir óskað eftir auknum réttindum, aukinni virkni í daglegu lífi og viðeigandi félagslífi. Margir hefðu upplifað öryggi eftir flutning á hjúkrunarheimili, sem þeir voru hræddir um að missa ef þeir yrðu fluttir í annað þjónustu- og búsetuform. „Upplifunin hefur almennt verið sú að verið sé að ýta ungu fólki inn á hjúkrunarheimilin því það vanti fjölbreyttari úrræði, raunverulegt val um búsetuform með þjónustu heim og fólk til að sinna þessum einstaklingum. Hjúkrunarheimilin vilja og reyna að sinna þessum einstaklingum vel en hafa ekki burðina til þess. Til þess vantar frekari fjármuni, mönnun og tækifæri til að skipuleggja þjónustuna með þennan hóp í huga,“ segir meðal annars í niðurstöðunum. Skýrslan í heild.
Hjúkrunarheimili Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira