Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 10:46 Hjöbbi var mættur eins og fínn maður í EM-settið vandlega merktur sinni vörulínu sem er Dr. Football. Skarphéðinn segir þetta ekki vel séð og hafi því verið komið á framfæri. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. „Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“ EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“
EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira