Skömmin sé Breta, Færeyinga og Norðmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2024 13:43 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir Breta, Færeyinga og Norðmenn sýna yfirgang með samkomulagi sínu og skömmin sé þeirra. vísir/Arnar Halldórs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin. Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“ Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í vikunni undirrituðu fulltrúar stjórnvalda þriggja strandríkja af sex í makríl samkomulag um skiptingu kvóta fyrir þessi ríki og aðgang til veiða í lögsögu tveggja þeirra. Bretland, Færeyjar og Noregur hafa sammælst um hlut sér til handa og aðgang að lögsögu Bretlands og Noregs. „Hér er því ekki um heildstæðan samning allra strandríkja í makríl að ræða og nær því fyrirkomulagið hvorki til veiðanna né veiðisvæðisins í heild, eins og ákjósanlegt væri til að makrílveiðar gætu kallast sjálfbærar og ábyrgar. ESB, Ísland og Grænland, sem eru einnig strandríki að makríl, eru utan þessa fyrirkomulags,“ segir í yfirlýsingu SFS. „Með þessu þriggja ríkja fyrirkomulagi, sem gilda skal til ársloka 2026, taka ríkin þrjú til sín tæp 72% af heildaraflamarki í makríl fyrir árið 2024 sem öll strandríkin sex samþykktu síðastliðið haust. Þar með er skilin eftir 28% hlutdeild fyrir strandríkin þrjú sem standa utan samkomulagsins. Sé mið tekið af einhliða kvótum þessara þriggja strandríkja árið 2023, þá var sameiginleg hlutdeild ESB, Íslands og Grænlands 45,64%.“ Þessu til viðbótar taki Rússland, sem er veiðiríki að makríl, 15,10% hlutdeild. „Augljóst er því að samkomulag ríkjanna þriggja gerir lítið annað en að festa enn frekar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. Gera má ráð fyrir að sameiginlegir kvótar allra strandríkja, ásamt einhliða kvóta Rússlands, leiði því til þess að veiði umfram ráðgjöf verði um 133% árið 2024.“ Mikil verðmæti felist í hinum sameiginlega fiskistofni makríls, en verðmætum þessum fylgi líka ábyrgð. „Ábyrgðin felst í því að öllum ríkjunum sex ber sameiginlega að tryggja vöxt og viðgang þessa stofns til lengri framtíðar og fyrir komandi kynslóðir. Þegar þrjú ríki taka sig saman um að hrifsa til sín yfirgnæfandi hlutdeild þessa stofns, án nokkurs samkomulags við önnur ríki sem deila þessum sameiginlegu verðmætum með þeim, þá sýna hlutaðeigandi ríki að þau ætla ekki að axla þá miklu ábyrgð sem á þeim hvílir um vernd fiskistofnsins. Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra.“ Íslenskur sjávarútvegur leggi mikinn metnað í sjálfbærar fiskveiðar, enda sé fiskurinn burðarstólpi íslensks samfélags og efnahagslífs. „Villtur fiskur er um 40% af vöruútflutningi landsins. Með skynsömu fiskveiðistjórnunarkerfi, vísindalegri nálgun og skilvirkum veiðum hefur Íslendingum tekist að viðhalda fiskistofnum í eigin lögsögu og gera um leið mikil verðmæti úr fiskveiðiauðlindinni. Íslenskur sjávarútvegur nálgast veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum, líkt og makríl, með nákvæmlega sama hætti. Það er miður að slík nálgun sé ekki öllum strandríkjum í blóð borin.“
Sjávarútvegur Bretland Noregur Færeyjar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira