Formanni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. júní 2024 20:01 Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni Vinstri grænna, var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks á þingi í dag. Þar sagði hann þingflokk Vinstri grænna varla hæfan til þingsetu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
„Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58