Reese bætti met þegar hún sökkti Clark í uppgjöri nýliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 11:30 Barátta Angel Reese og Caitlin Clark mun án efa halda áfram næstu árin. Emilee Chinn/Getty Images Angel Reese hafði betur gegn Caitlin Clark í því sem kalla mætti uppgjöri nýliða WNBA-deildarinnar í körfubolta. Þær tvær vöktu gríðarlega athygli í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð og hafa haldið því áfram í upphafi leiktíðar. Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Körfubolti WNBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu.
Körfubolti WNBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti