Góð samskipti við börn besta forvörnin Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:03 Vísir/Bjarni Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. „Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira