Góð samskipti við börn besta forvörnin Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:03 Vísir/Bjarni Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. „Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira