Wok on-veldið falt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júní 2024 19:10 WOKON ehf. auk tveggja annarra félaga í eigu Quang Le voru úrskurðuð gjaldþrota í mánuðinum. Vísir/Vilhelm WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. Félagið. hélt utan um rekstur veitingastaðakeðjunnar Wok On, sem taldi þegar mest var níu veitingastaði. WOKON ehf. skilaði 32 milljón króna hagnaði á síðasta ári og heildareignir eru 140 milljón króna. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júní. Mbl.is greindi fyrst frá því að félagið væri til sölu. Einar Hugi Bjarnason er skiptastjóri þrotabúsins. Hann segir að um ræði níu sölustaði, sjö undir kennitölu WOKON ehf. og tveir undir kennitölu Wokon Mathöll ehf. „Þetta eru níu staðir sem hættu skyndilega rekstri eftir afskipti lögreglunnar eins og frægt er,“ segir Einar Hugi í samtali við Vísi en auk rekstursins eru vörumerki, rekstrartæki og ökutæki til sölu. Einar Hugi Bjarnason er skiptastjóri þrotabús WOKON ehf. Hann segir ákjósanlegast ef hægt yrði að selja allt í einu frekar en að selja einstaka einingar, en þó verði að koma í ljós hver eftirspurnin verði. „Miðað við það sem ég hef skoðað í bókhaldi og ársreikningum félaganna hefur þessi rekstur bara gengið vel,“ segir Einar og að fram að lokun hafi skilað hagnaði. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir. Félögin Vietnamese Cuisine ehf. og EA17 ehf. voru úrskurðuð gjaldþrota í mánuðinum. Aðspurður segist Einar Hugi ekki koma að gjaldþrotaskiptum þeirra félaga. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Félagið. hélt utan um rekstur veitingastaðakeðjunnar Wok On, sem taldi þegar mest var níu veitingastaði. WOKON ehf. skilaði 32 milljón króna hagnaði á síðasta ári og heildareignir eru 140 milljón króna. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júní. Mbl.is greindi fyrst frá því að félagið væri til sölu. Einar Hugi Bjarnason er skiptastjóri þrotabúsins. Hann segir að um ræði níu sölustaði, sjö undir kennitölu WOKON ehf. og tveir undir kennitölu Wokon Mathöll ehf. „Þetta eru níu staðir sem hættu skyndilega rekstri eftir afskipti lögreglunnar eins og frægt er,“ segir Einar Hugi í samtali við Vísi en auk rekstursins eru vörumerki, rekstrartæki og ökutæki til sölu. Einar Hugi Bjarnason er skiptastjóri þrotabús WOKON ehf. Hann segir ákjósanlegast ef hægt yrði að selja allt í einu frekar en að selja einstaka einingar, en þó verði að koma í ljós hver eftirspurnin verði. „Miðað við það sem ég hef skoðað í bókhaldi og ársreikningum félaganna hefur þessi rekstur bara gengið vel,“ segir Einar og að fram að lokun hafi skilað hagnaði. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir. Félögin Vietnamese Cuisine ehf. og EA17 ehf. voru úrskurðuð gjaldþrota í mánuðinum. Aðspurður segist Einar Hugi ekki koma að gjaldþrotaskiptum þeirra félaga.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira