Býst ekki við nýju eldgosi Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 11:55 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að það hefjist ekki nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira