Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030 Sigurður Friðleifsson skrifar 1. júlí 2024 14:30 Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er að finna aðgerð sem nefnist Full orkuskipti ríkisflota og samgönguþjónustu fyrir 2030. Þessi aðgerð felur einfaldlega í sér að ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki klára orkuskipti í sínum flota fyrir árið 2030 þ.e. í flokki fólksbíla og sendibíla. Sem sagt að allar fólks- og sendibifreiðar í eigu og notkun ríkisins keyri að fullu á íslenskri, endurnýjanlegri orku í lok árs 2029. Einhverjum mun finnast þetta galið en þá má spyrja á móti hvort ekki væri galið ef íslenska ríkið myndi ekki velja íslenska orku á sínar bifreiðar. Einnig má spyrja hvort ekki sé galið að íslenska ríkið velji ekki samgöngutækni sem eru þrefalt orkunýtnari en bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti. Svo myndu einhverjir segja að það gæti verið galið að íslenska ríkið velji frekar bíla sem skila frá sér heilsuspillandi mengun frekar en bíla sem losa ekkert. Lykilatriði er svo einfaldlega að rafknúnar samgöngur eru að jafnaði hagkvæmari þegar kaup og rekstur er borin saman við bensín- og dísilbíla. Tæknilega mögulegt En er þetta tæknilega hægt? Aðgerðaráætlun var m.a. unnin í góðu samstarfi við Bílgreinasambandið sem eru samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Sérfræðingar þar töldu enga tæknilega annmarka á því að rafknúin ökutæki, í flokki fólks- og sendibíla, gætu tekið við jarðefnaeldsneytisbílum í starfsemi ríkisins á næstu sex árum. Ef einhverjir bílar henta ekki í dag þá mun það örugglega breytast á næstu sex árum með nýjum tegundum rafbíla. Til að skoða þetta nánar fóru Orkustofnun, Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) í greiningarverkefni á flota stofnunarinnar. HSN var sérstaklega valin sem stofnun sem rekur stóran flota, 40 bíla, sem þurfa að keyra á víðfeðmu svæði á Norðurlandi. Á þessu svæði eru innviðir einna styst á veg komnir á landsvísu og veðurfar er með þeim hætti að glíma þarf við kulda og snjó stóran hluta ársins. Greiningarbúnaður var settur í allar bifreiðar stofnunarinnar og aksturinn skráður nákvæmlega í heilt ár. Kerfið, sem Rafbílastöðin býður upp á, metur svo tæknilega rafbílahæfni hvers ökutækis þ.e. hvort rafbíll geti uppfyllt sömu þjónustu miðað við aksturstölur viðkomandi bensín- eða dísilbifreiðar. Einnig getur kerfið metið fjárhagslegan fýsileika þess að skipta yfir í sambærilegan rafbíl fyrir hvert og eitt ökutæki. Niðurstöður eftir eitt ár voru mjög nákvæmar og ítarlegar en til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að tæknilega var vel mögulegt að skipta öllum bílum út fyrir sambærilegan rafbíl. Þess má geta að veturinn var sá kaldasti á þessari öld. Það kom líka í ljós að það borgaði sig fjárhagslega að skipta í rafbíla fyrir allan flotann þegar kaup og rekstur voru tekin saman. Annað dæmi um krefjandi bifreiðanotkun þar sem rafbílavæðing er hafin er hjá lögreglunni á Vesturlandi. Þar hafa verið teknir í notkun rafbílar sem þurfa að dekka stórt athafnasvæði við erfiðar aðstæður. Rafbílarnir hafa reynst vel og sparað mikinn eldsneytis- og viðhaldskostnað. Bílaleigubílar og leigubílar Ríkið er líka að kaupa heilmikið af samgönguþjónustu í gegnum bílaleigur og leigubíla. Bílaleigur og leigubílafyrirtæki hafa nú komið sér upp dágóðum flota af rafbílum og ekkert því til fyrirstöðu eða festa rækilega í sessi kröfu á ríkisstofnanir og fyrirtæki að rafknúin ökutæki séu ávalt valin þegar slík samgönguþjónusta er keypt. Auðvitað geta komið upp útgildi eins og ef leigja þarf fjallabíl til jöklarannsókna þar sem innviðir eru ekki enn komnir. Það breytir ekki þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta aðkeyptrar samgönguþjónustu er mögulegt að mæta með rafbílum. Áfram gakk Orkuskipti í samgöngum hjá ríkinu eru ekki á neinum byrjunarreit og stór hluti stofnana þegar byrjaður á þessari vegferð. Nú þurfa forstöðumenn ríkisstofnana, ef þeir eru ekki þegar búnir að því, að setja upp orkuskiptaáætlun til 2030 og festa í sessi reglur um kaup á samgönguþjónustu sem tryggir nýtingu á rafknúnum ökutækjum sem nota íslenska og mengunarlausa raforku. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun