Málað sig út í horn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar. Ég hef í ræðu og riti meðal annars tekið landhelgisdeilurnar, eða þorskastríðin eins og þær hafa gjarnan verið kallaðar, sem gott dæmi um mikilvægi þess að halda valdinu yfir okkar eigin málum innanlands og framselja það ekki í hendur annarra ríkja sem munu seint taka okkar hagsmuni fram yfir sína eigin. Ég vil því þakka Ingólfi Sverrissyni fyrir að hafa gert þær að umtalsefni í grein á Vísir.is um síðustu helgi. Við hefðum ekki fært efnahagslögsögu landsins ítrekað út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld auk Evrópusambandsins og hið sama á við um makríldeiluna við sambandið. Innan þess hefðum við ekki veitt svo mikið sem einn sporð af makríl enda ekki haft rétt til þess samkvæmt löggjöf þess. Valdið yfir sjávarútvegsmálum til ESB Með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki meðal annars völdin yfir sjávarútvegsmálum sínum til stofnana þess. Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, grundvallarlöggjöf þess, að sjávarútvegsmál séu alfarið á forræði sambandsins. Nánar til tekið í d-lið, 3. greinar sáttmálans (TFEU), d-lið 4. greinar og 2. tölulið 2. greinar. Efnahagslögsögur þeirra verða hluti sameiginlegrar lögsögu þess. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins í Icesave-deilunni er ljóst að okkur hefði verið gert að ábyrgjast innistæðuskuldir Landsbanka Íslands líkt og Írum og Grikkjum var gert að axla ábyrgð á slíkum skuldbindingum þarlendra lánastofnana, einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Þá má rifja upp að Icesave-málið varð til á grundvelli löggjafar frá Evrópusambandinu um útibú lánastofnana. Forystumenn Evrópusambandsins voru harðir á því að við Íslendingar ættum engan rétt til makrílkvóta þar sem við hefðum enga veiðireynslu í honum. Jafnvel þó um væri að ræða makríl í okkar eigin efnahagslögsögu. Hefðu þeir ráðið ferðinni er þannig ljóst að sú hefði orðið raunin hefðum við verið innan sambandsins. Þar sem því var hins vegar ekki að heilsa gátum við tekið okkar eigin ákvarðanir í þeim efnum. Vægi ríkja fer eftir íbúafjölda þeirra Fyrirkomulagið innan Evrópusambandsins er einfaldlega með þeim hætti samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að vægi ríkja sambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra og þar með talið og ekki sízt í sjávarútvegsmálum. Um er að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og ekki verður komizt undan innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Varla þarf að fara mjög mörgum orðum um það hverju það gæti skilað. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Þetta snýst ekki um einhverja minnimáttarkennd eða metnaðarleysi fyrir hönd þjóðarinnar, eins og Ingólfur gerir skóna að, heldur einfaldlega veruleikann. Marklausar upplýsingar frá ESB? Flest af því sem fram kemur hér að ofan er byggt á upplýsingum á vefsíðu Evrópusambandsins. Einkum varðandi vægi ríkja innan þess. Fyrirfram hefði ég talið að Ingólfur, sem mikill Evrópusambandssinni til áratuga, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að reyna að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka þær upplýsingar vaknar eðlilega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hitt er svo annað mál að það hefur einmitt verið rauður þráður í gegnum málflutning Evrópusambandssinna á liðnum árum að við séum of fámenn til þess að geta staðið á eigin fótum og staðið vörð um hagsmuni okkar sem rök fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Hvar hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina. Ég hef mikla trú á getu okkar Íslendinga til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum og eru landhelgisdeilurnar sem áður segir gott dæmi um það. Hins vegar gætum við það ljóslega ekki ef við værum með lagalega bindandi hætti búin að framselja valdið til þess í hendur annarra, eins og raunin yrði með inngöngu í Evrópusambandið, og þar með búin að mála okkur út í horn í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar. Ég hef í ræðu og riti meðal annars tekið landhelgisdeilurnar, eða þorskastríðin eins og þær hafa gjarnan verið kallaðar, sem gott dæmi um mikilvægi þess að halda valdinu yfir okkar eigin málum innanlands og framselja það ekki í hendur annarra ríkja sem munu seint taka okkar hagsmuni fram yfir sína eigin. Ég vil því þakka Ingólfi Sverrissyni fyrir að hafa gert þær að umtalsefni í grein á Vísir.is um síðustu helgi. Við hefðum ekki fært efnahagslögsögu landsins ítrekað út þar til hún náði 200 mílum ef valdið til þess hefði ekki verið innanlands. Við hefðum að sama skapi ekki haft sigur í Icesave-deilunni við brezk og hollenzk stjórnvöld auk Evrópusambandsins og hið sama á við um makríldeiluna við sambandið. Innan þess hefðum við ekki veitt svo mikið sem einn sporð af makríl enda ekki haft rétt til þess samkvæmt löggjöf þess. Valdið yfir sjávarútvegsmálum til ESB Með inngöngu í Evrópusambandið framselja ríki meðal annars völdin yfir sjávarútvegsmálum sínum til stofnana þess. Tekið er skýrt fram í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, grundvallarlöggjöf þess, að sjávarútvegsmál séu alfarið á forræði sambandsins. Nánar til tekið í d-lið, 3. greinar sáttmálans (TFEU), d-lið 4. greinar og 2. tölulið 2. greinar. Efnahagslögsögur þeirra verða hluti sameiginlegrar lögsögu þess. Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins í Icesave-deilunni er ljóst að okkur hefði verið gert að ábyrgjast innistæðuskuldir Landsbanka Íslands líkt og Írum og Grikkjum var gert að axla ábyrgð á slíkum skuldbindingum þarlendra lánastofnana, einkum vegna hagsmuna franskra og þýzkra banka. Þá má rifja upp að Icesave-málið varð til á grundvelli löggjafar frá Evrópusambandinu um útibú lánastofnana. Forystumenn Evrópusambandsins voru harðir á því að við Íslendingar ættum engan rétt til makrílkvóta þar sem við hefðum enga veiðireynslu í honum. Jafnvel þó um væri að ræða makríl í okkar eigin efnahagslögsögu. Hefðu þeir ráðið ferðinni er þannig ljóst að sú hefði orðið raunin hefðum við verið innan sambandsins. Þar sem því var hins vegar ekki að heilsa gátum við tekið okkar eigin ákvarðanir í þeim efnum. Vægi ríkja fer eftir íbúafjölda þeirra Fyrirkomulagið innan Evrópusambandsins er einfaldlega með þeim hætti samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að vægi ríkja sambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra og þar með talið og ekki sízt í sjávarútvegsmálum. Um er að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og ekki verður komizt undan innan þess. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið fengjum við þannig sex þingmenn á þing þess af 720 sem er sambærilegt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Þýzkaland eitt hefur 96 þingmenn. Staðan væri enn verri í ráðherraráði sambandsins þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Varla þarf að fara mjög mörgum orðum um það hverju það gæti skilað. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í henni enda er þeim sem þar sitja óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmálanum að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Þetta snýst ekki um einhverja minnimáttarkennd eða metnaðarleysi fyrir hönd þjóðarinnar, eins og Ingólfur gerir skóna að, heldur einfaldlega veruleikann. Marklausar upplýsingar frá ESB? Flest af því sem fram kemur hér að ofan er byggt á upplýsingum á vefsíðu Evrópusambandsins. Einkum varðandi vægi ríkja innan þess. Fyrirfram hefði ég talið að Ingólfur, sem mikill Evrópusambandssinni til áratuga, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að reyna að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka þær upplýsingar vaknar eðlilega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hitt er svo annað mál að það hefur einmitt verið rauður þráður í gegnum málflutning Evrópusambandssinna á liðnum árum að við séum of fámenn til þess að geta staðið á eigin fótum og staðið vörð um hagsmuni okkar sem rök fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Hvar hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina. Ég hef mikla trú á getu okkar Íslendinga til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum og eru landhelgisdeilurnar sem áður segir gott dæmi um það. Hins vegar gætum við það ljóslega ekki ef við værum með lagalega bindandi hætti búin að framselja valdið til þess í hendur annarra, eins og raunin yrði með inngöngu í Evrópusambandið, og þar með búin að mála okkur út í horn í þeim efnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun