Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri íþrótta og tómstunda í Múlaþingi segist harma það að lokunin bitni á fastagestum laugarinnar og vonast til að redda málunum sem fyrst.
Það eru ekki margir laugarvarðaleiðbeinendur á landinu og hvað þá í Múlaþingi. Dagný segist hafa haft samband við Rauða krossinn sem vinni í því að útvega einn slíkan.
„Beðið er eftir að það finnist aðili til að kenna námskeiðið, sem er því miður óvíst ennþá. Vonast er til að hægt verði að hafa opið í sundlauginni það sem eftir lifir sumars,“ skrifar hún í færslu sem hún birti á umræðuhópi Seyðisfjarðar á Facebook.