Fatasöfnunargámar Rauða krossins fjarlægðir á næstu dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 15:03 Einhver hefur rótað í gámnum sem gleymdist að tæma í gær. Gámar Rauða krossins verða fjarlægðir af grenndarstöðvum í þessari eða næstu viku. Mynd/Facebook Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. „Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45