Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verðskulda líf Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 09:40 Eitt brotið sem maðurinn er ákærður fyrir er sagt hafa átt sér stað fyrir utan Bónus í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum. Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira