Taka fyrir nauðgun á táningsstúlku vegna vinnubragða Landsréttar Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 13:19 Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun taka fyrir mál Inga Vals Davíðssonar, Ólafsfirðings á fertugsaldri, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti í apríl síðastliðnum fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar síns. Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals. Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti. Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár. Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður. Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira