Mikil stemning á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2024 13:05 Dagskráin er ekki síður sniðin að börnum og unglingum en fullorðnum. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Vestmannaeyjum um helgina því þar stendur Goslokahátíð yfir þar sem Eyjamenn og gestir þeirra halda upp á lok gossins í Vestmannaeyjum í byrjun júlí 1973. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Vestmannaeyjum, ekki síst yfir sumartímann. Nú er það Goslokahátíðin um helgina, sem allt snýst um. Sigurhanna Friðþórsdóttir á sæti í goslokanefnd og veit því allt um hátíð helgarinnar. „Það er allskonar myndlistarsýningar og tónleikar og fullur bær af fólki, tískusýning og barnaskemmtun, goslokahlaup, það er bara allt að gerast í Eyjum. Það er mikið af fólki komið nú þegar og er að koma með öllum Herjólfsferðum í dag og svo auðvitað heimamenn, sem kunna svo sannarlega að skemmta sér,” segir Sigurhanna. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á Goslokahátíðinni um helgina.Aðsend Og það verður mikið um að vera í dag en er einhver svona einn hápunktur fremur er annar? „Já, við byrjum á goslokahlaupinu og svo er barnadagskrá í boði Ísfélagsins og svo verðum við bara að fram á kvöld með tónleika og svo ball í kjölfarið.” Gleði er einkunnarorð Goslokahátíðarinnar eins og alltaf.Aðsend Sigurhanna segir alltaf mjög gaman á Goslokahátíðum í Vestmannaeyjum. „Já, því á goslokum erum við bara að fagna og þakka fyrir hversu vel tókst til við uppbyggingu og þess háttar eftir gosið, þannig að þetta er bara gleðihátíð mikil. Við endum alltaf á sunnudeginum með göngumessu þar sem gengið er frá Landakirkju að krossinum í Eldfelli og þaðan út á Skans, en það er svona til að þakka fyrir að það fór ekki verr,” segir Sigurhanna. Þrjár hressar stelpur á hátíðinni.Aðsend Svo styttist í næstu hátíð, verslunarmannahelgin, þjóðhátíð? „Já, þjóðhátíð með stóru Þ. Það er náttúrulega bara ólýsanlegt, ef fólk hefur ekki komið á þjóðhátíð, þá bara verður það að mæta því að hún er 150 ára í ár,” segir Sigurhanna. Sigurhanna Friðþórsdóttir, sem á sæti í goslokanefnd í Vestmannaeyjum og er allt í öllu með sínu fólki varðandi skipulagningu helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Vestmannaeyjar Menning Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira