Fluttu sex á slysadeild eftir harðan árekstur í Breiðholti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 14:19 Alls voru fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang. Vísir/Vilhelm Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um nokkuð harðan árekstur og voru tveir dráttarbílar og fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang slyssins. Nokkuð var um árekstra og umferðarhöpp í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Meðal annars var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti þar sem talið er að sex einstaklingar hafi orðið fyrir háorkuáverkum. Tveir voru í annarri bifreiðinni og fjórir í hinni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Bílarnir skella saman á vinstri framhornunum og loftpúðarnir sprungu út,“ segir Guðjón. Það segir Guðjón vera vísbendingu um að fólkið kunni að hafa hlotið svokallaða háorkuáverka. „Það er svona ákveðin vísbending fyrir okkur aðþetta sé ansi hressilegur árekstur. Þannig að við sendum af stað tvo slökkvibíla og við sendum alls fjóra sjúkrabíla. Þeir komu á staðinn og byrjuðu bara sína vinnu og það var töluvert af braki þarna, báðir bílarnir óökuhæfir og síðan var ráðist íþað að skoða fólkið og koma þvíá spítala,“ segir Guðjón. Honum er ekki kunnugt um líðan fólksins eftir aðþað var flutt á sjúkrahús. Síðasti sólarhringur var nokkuð annasamur hjá slökkviliðinu en sjúkrabifreiðar voru boðaðar 129 sinnum, þar af í 28 forgangsverkefni Þá sinnti slökkviliðið einnig níu dælubílaverkefnum, meðal annars í tengslum við umferðarslys, eld í ökutæki, olíuhreinsun eftir umferðaróhapp og vegna elds í rusli. „Nóttin var ansi hressileg. Það var töluvert að gera og eftir miðnætti voru þrjúútköll á dælubíla hjá okkur og þetta voru held ég fjörutíu flutningar á næturvaktinni,“ segir Guðjón. Slökkvilið Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Nokkuð var um árekstra og umferðarhöpp í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Meðal annars var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti þar sem talið er að sex einstaklingar hafi orðið fyrir háorkuáverkum. Tveir voru í annarri bifreiðinni og fjórir í hinni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Bílarnir skella saman á vinstri framhornunum og loftpúðarnir sprungu út,“ segir Guðjón. Það segir Guðjón vera vísbendingu um að fólkið kunni að hafa hlotið svokallaða háorkuáverka. „Það er svona ákveðin vísbending fyrir okkur aðþetta sé ansi hressilegur árekstur. Þannig að við sendum af stað tvo slökkvibíla og við sendum alls fjóra sjúkrabíla. Þeir komu á staðinn og byrjuðu bara sína vinnu og það var töluvert af braki þarna, báðir bílarnir óökuhæfir og síðan var ráðist íþað að skoða fólkið og koma þvíá spítala,“ segir Guðjón. Honum er ekki kunnugt um líðan fólksins eftir aðþað var flutt á sjúkrahús. Síðasti sólarhringur var nokkuð annasamur hjá slökkviliðinu en sjúkrabifreiðar voru boðaðar 129 sinnum, þar af í 28 forgangsverkefni Þá sinnti slökkviliðið einnig níu dælubílaverkefnum, meðal annars í tengslum við umferðarslys, eld í ökutæki, olíuhreinsun eftir umferðaróhapp og vegna elds í rusli. „Nóttin var ansi hressileg. Það var töluvert að gera og eftir miðnætti voru þrjúútköll á dælubíla hjá okkur og þetta voru held ég fjörutíu flutningar á næturvaktinni,“ segir Guðjón.
Slökkvilið Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira