Íþróttahjón opna apótek saman: „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2024 10:00 Hlíf og Vignir, fyrrum íþróttafólk og nýorðnir apótekseigendur. vísir / einar Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu. Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Sjá meira
Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti