Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 21:02 Björg Helga Geirsdóttir, íbúi í Hvaleyrarholti. Vísir/Einar Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira