Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 22:01 Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á vegum og stígum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira