Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 22:01 Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á vegum og stígum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira