Veiðimenn með ný heimilsföng valda vandræðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2024 11:39 Talsvert færri komast að en vilja þegar kemur að úthlutun hreindýrakvóta. Í ár var 800 dýrum úthlutað en alls bárust tæplega 3.200 umsóknir. Síðast komust allir að sem vildu árið 2015, þegar 1.333 dýrum var úthlutað til jafnmargra veiðimanna. Vísir/Vilhelm Hreindýraveiðitímabilið er hafið, en minni kvóti hefur ekki verið gefinn út í meira en 20 ár. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hvetur veiðimenn til að fresta ekki veiðiferðum langt fram á haustið. Hann hefur fengið þónokkur veiðileyfi endursend vegna búferlaflutninga veiðimanna. Tímabilið hófst á mánudag en í vor var gefinn út kvóti upp á 800 dýr, 403 tarfa og 397 kýr. Í heildina bárust 3.195 gildar umsóknir um að fá að skjóta dýr á tímabilinu. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hjá Umhverfisstofnun segir tímabilið, venju samkvæmt, fara rólega af stað. Aðeins er heimilt að veiða hreindýrstarfa til 1. ágúst, en eftir það verður einnig heimilt að veiða kýr. Og hvað eru menn búnir að fella mörg dýr á þessari fyrstu tæpu viku? „Ég held að það séu 18 dýr,“ segir Jóhann G. Gunnarsson hjá Umhverfisstofnun. Veiðimenn sýni fyrirhyggju Leita þarf aftur til ársins 2005 til að finna jafn lítinn útgefinn hreindýrakvóta, sem þá taldi einnig 800 dýr. Þá voru umsóknir þó rúmlega 2.000 færri en í ár. Kvótinn hefur farið lækkandi frá árinu 2019, en þá var hann 1.451 dýr. Af hverju skýrist það? „Færri dýr í stofninum. Ég er svo sem ekki vöktunaraðilinn en Náttúrustofa Austurlands gefur út tillögur að veiðikvóta og það var niðurstaðan að það væru færri dýr sem væru að finnast, og þá verður náttúrulega að passa að hafa kvótann ekki of háan.“ Minni kvóti dreifi álaginu, sem sé dýrum og veiðimönnum til góða. „Það ætti að vera minna um að menn lendi í einhverri biðraðastemningu við það að skjóta sitt dýr. En samt skulu menn hafa það í huga að það er gott að vera ekki að geyma þetta langt fram á tímabilið, því það verður eitthvað að nýta bjarta daga og oft betra veður á fyrri hluta tímans.“ Ný heimilisföng valda vandræðum Jóhann ráðleggur veiðmönnum einnig að geyma ekki að finna sér leiðsögumann og skipuleggja ferðir sínar vel. „Einn og einn er kannski ekki einu sinni búinn að fá veiðileyfið sitt enn þá sent. Ég er búinn að senda allt sem ég hef getað sent, en það virðist vera töluvert um að menn hafi skipt um heimilisfang og pósturinn finnur þá ekki. Þá koma leyfin til baka til mín. Þannig að ég bið menn að athuga, áður en þeir fara að skipuleggja að fara af stað, hvort leyfið sé ekki komið,“ segir hann. Þá einhver brögð að því að veiðimenn eigi eftir að endurnýja veiðikort sín sem runnu út í apríl, þá fái þeir ekki sent veiðileyfi. Það sé að mörgu að huga. „Menn mega ekki hugsa þetta bara síðustu dagana. Þetta er allt saman skipulagning.“ Aragrúi nýrra leiðsögumanna Í vetur var haldið námskeið fyrir nýja leiðsögumenn. „Það eru 32 sem eru á þessum veiðitíma að fara í lærdómsferðir með reyndum leiðsögumönnum. Þegar þeir hafa lokið við tvær ferðir á viðkomandi svæði geta nýir leiðsögumenn fengið réttindin útgefin. Kannski komast einhverjir þeirra með kúnna í haust.“ Jóhann segir nokkuð langt síðan bætt var í leiðsögumannahópinn. „Þessir nýju menn eru spenntir að hefja störf,“ segir Jóhann og bætir við að þar sem kvótinn sé minni en áður og leiðsögumönnum að fjölga ætti veiðimönnum að vera í lófa lagið að verða sér úti um slíkan. Skotveiði Múlaþing Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Tímabilið hófst á mánudag en í vor var gefinn út kvóti upp á 800 dýr, 403 tarfa og 397 kýr. Í heildina bárust 3.195 gildar umsóknir um að fá að skjóta dýr á tímabilinu. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hjá Umhverfisstofnun segir tímabilið, venju samkvæmt, fara rólega af stað. Aðeins er heimilt að veiða hreindýrstarfa til 1. ágúst, en eftir það verður einnig heimilt að veiða kýr. Og hvað eru menn búnir að fella mörg dýr á þessari fyrstu tæpu viku? „Ég held að það séu 18 dýr,“ segir Jóhann G. Gunnarsson hjá Umhverfisstofnun. Veiðimenn sýni fyrirhyggju Leita þarf aftur til ársins 2005 til að finna jafn lítinn útgefinn hreindýrakvóta, sem þá taldi einnig 800 dýr. Þá voru umsóknir þó rúmlega 2.000 færri en í ár. Kvótinn hefur farið lækkandi frá árinu 2019, en þá var hann 1.451 dýr. Af hverju skýrist það? „Færri dýr í stofninum. Ég er svo sem ekki vöktunaraðilinn en Náttúrustofa Austurlands gefur út tillögur að veiðikvóta og það var niðurstaðan að það væru færri dýr sem væru að finnast, og þá verður náttúrulega að passa að hafa kvótann ekki of háan.“ Minni kvóti dreifi álaginu, sem sé dýrum og veiðimönnum til góða. „Það ætti að vera minna um að menn lendi í einhverri biðraðastemningu við það að skjóta sitt dýr. En samt skulu menn hafa það í huga að það er gott að vera ekki að geyma þetta langt fram á tímabilið, því það verður eitthvað að nýta bjarta daga og oft betra veður á fyrri hluta tímans.“ Ný heimilisföng valda vandræðum Jóhann ráðleggur veiðmönnum einnig að geyma ekki að finna sér leiðsögumann og skipuleggja ferðir sínar vel. „Einn og einn er kannski ekki einu sinni búinn að fá veiðileyfið sitt enn þá sent. Ég er búinn að senda allt sem ég hef getað sent, en það virðist vera töluvert um að menn hafi skipt um heimilisfang og pósturinn finnur þá ekki. Þá koma leyfin til baka til mín. Þannig að ég bið menn að athuga, áður en þeir fara að skipuleggja að fara af stað, hvort leyfið sé ekki komið,“ segir hann. Þá einhver brögð að því að veiðimenn eigi eftir að endurnýja veiðikort sín sem runnu út í apríl, þá fái þeir ekki sent veiðileyfi. Það sé að mörgu að huga. „Menn mega ekki hugsa þetta bara síðustu dagana. Þetta er allt saman skipulagning.“ Aragrúi nýrra leiðsögumanna Í vetur var haldið námskeið fyrir nýja leiðsögumenn. „Það eru 32 sem eru á þessum veiðitíma að fara í lærdómsferðir með reyndum leiðsögumönnum. Þegar þeir hafa lokið við tvær ferðir á viðkomandi svæði geta nýir leiðsögumenn fengið réttindin útgefin. Kannski komast einhverjir þeirra með kúnna í haust.“ Jóhann segir nokkuð langt síðan bætt var í leiðsögumannahópinn. „Þessir nýju menn eru spenntir að hefja störf,“ segir Jóhann og bætir við að þar sem kvótinn sé minni en áður og leiðsögumönnum að fjölga ætti veiðimönnum að vera í lófa lagið að verða sér úti um slíkan.
Skotveiði Múlaþing Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent