Tilkynningin er send út eftir að alþjóðadómstóllinn í Haag gaf út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt.
Í tilkynningu á X segir að álitið sé skýrt, landtakan sé ólögmæt.
„Ísland kallar eftir því að Ísraelar láti af öllu því sem gengur í berhögg við alþjóðalög.“
The ICJ's Advisory Opinion is clear. Continued Israeli occupation of the West Bank and East Jerusalem is unlawful, and so are its settlement activities. Iceland calls on Israel to cease all activity that violates international law.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) July 20, 2024
Í álitinu segir meðal annars að flutningar landtökumanna Ísraela á Vesturbakkann og til Jerúsalem og stöðug viðvera þeirra þar sé brot á Genfarsáttmálanum. Þá segir að notkun Ísraela á náttúruauðlindum væri ekki í samræmi við skyldur landsins sem ráðandi afl á stríðshrjáðu svæði.