Hraunflæði það hratt að ekki yrði hlaupið undan því Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 10:26 Þorvaldur telur ekki líklegt að gjósi innan Grindavíkur. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að komi til goss á byggðu svæði geti hraunflæðið verið það hratt að ekki sé hægt að hlaupa undan því. Þó telji hann mjög ólíklegt að gjósi innan bæjarmarka Grindavíkur. Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Þorvaldur var til viðtals í Bítínu á Bylgjunni á morgun þar sem hann ræðir uppfært hættumat Veðurstoufnnar þar sem fram kemur að gera þurfi ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Mér finnst það mjög ólíklegt og nánast engar líkur á því. Það gæti komið kannski eitthvað svipað því sem gerðist 14. janúar. Mér finnst langlíklegast að við fáum endurtekningu á því sem hefur verið að gerast, að kvikan komi upp í upphafi við Stóra-Skógfell og þar verði mesta virknin í upphafi. Síðan lengist gossprungan til norðurs og suðurs, hún opnast eins og blævængur,“ segir hann. Undanhlaup geti náð miklum hraða Þorvaldur segist ekki eiga von á því að sprungan teygi sig lengra til suðurs en að Hagafelli. Hann tekur jafnframt fram að á yfir tíuþúsund ára eldhræringatímabili á Reykjanesinu hefur aldrei gosið innan núverandi bæjarmarka Grindavíkur. „Af hverju ætti það að fara að taka upp á því núna?“ spyr Þorvaldur sig. Hann segir fólki ekki stefnt í neina hættu svo lengi sem það sé ekki beinlínis ofan í sprungunni en að þó beri að hafa varann á því hægara sé sagt en gert að komast undan öflugu hraunflæði. „Alveg í upphafi getur hraunflæði verið mjög hratt og það getur farið það hratt að menn hlaupa ekkert undan því. Þetta er kannski kílómeter á klukkustund og þetta er mjög úfið svæðið. Þetta er ekki eins og að hlaupa á malbiki. Maður fer ekki hratt yfir og svo einstaka undanhlaup í svona dæmi geta farið á hraða sem er einhverjir tugir kílómetra á klukkustund,“ segir Þorvaldur. Gjósi minnst einu sinni enn Hann segist eiga von á því að það gjósi á röðinni að minnsta kosti einu sinni enn. Þolmörk kvikusöfnunarinnar segir hann vera í kringum tíunda ágúst en segir að það gæti vel gosið fyrir þann tíma. „Í augnablikinu finnst mér líklegt að við fáum eitt gos í viðbót, svo er það bara spurning hvert framhaldið er,“ segir hann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira