Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2024 14:44 Björn Brynjúlfur Björnsson (fyrir miðju) er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sem hefur birt færslu þar sem gagnrýni Ásmundar Einars Daðasonar menntamálaráðherra (til hægri) og Magnúsar Þórs Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands (til vinstri) er svarað. Vísir/Viðskiptaráð Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Þar kom fram að ráðið vildi að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju og látin gilda inn í framhaldsskóla. Einnig sagði ráðið að Kennarasambandið hefði leitt málaflokkinn í öngstræti. Anton Már Gylfason, stjórnarmaður í Kennarasambandinu sagði í viðtali við fréttastofu að hugmyndir Viðskiptaráðs byggðu á gamaldags hugmyndum. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagðist í viðtali við Rúv vera ósammála umsögn ráðsins og furðaði sig á stöðumatsprófi sem lagt hefur verið fyrir nýnema Verzlunarskólans undanfarin ár. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra sagði málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Einnig sagði Ásmundur að innleiðing nýs samræmds matsækis væri þegar hafin og hún hefði verið unnin í nánu samstarfi við fólk sem ynni með börnum. Í færslu sem birtist í dag fagnaði Viðskiptaráð umræðu um umsögnina en lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð menntamálaráðherra og formanns KÍ. Vegna ummæla þeirra vill ráðið koma þremur atriðum á framfæri. Segjast ekki krefjast eins samræmds prófs Viðskiptaráð segir ólíkt því sem formaður KÍ segi hafi ráðið hvergi talað fyrir einu prófi í samræmdu námsmati. Ráðið sé fylgjandi því að námsmat sé þróað og bætt í takti við það sem best tíðkast í skólastarfi, það geti til dæmis verið í formi fleiri og styttri prófa. „Tillögur Viðskiptaráðs um áframhaldandi samræmd próf byggja á sjónarmiðum um jafnræði grunnskólabarna óháð búsetu og umbótum í skólastarfi. Það eru tímalaus gildi sem verða aldrei úrelt,“ segir í færslunni. Misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga Þá segir ráðið að afstaða formanns KÍ um að misræmis gæti ekki í einkunnagjöf grunnskóla stangist á við niðurstöður rannsókna menntamálayfirvalda. Ráðið vísar í tvær rannsóknir Menntamálastofnunar sér til stuðnings. Rannsókn Menntamálastofnunar á misræmi í einkunnagjöf grunnskóla frá árinu 2022 hafi leitt í ljós að 35 prósent nemenda búi við að skólaeinkunn þeirra sé „líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla.“ Í annarri rannsókn stofnunarinnar segir að breytingar á einkunnakvarða frá númerum yfir í bókstafi hafi ekki náð að vinda ofan af síhækkandi meðaleinkunnum. Ráðið segir misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga alvarlegan vanda í íslensku grunnskólakerfi og að fyrsta skrefið í lausn á vandanum sé að viðurkenna tilvist hans. „Vonandi stígur formaður Kennarasamband Íslands það skref fyrr en síðar,“ segir svo í færslunni Tillögur ráðsins myndu bæta starfsumhverfi Viðskiptaráð hafnar því að tillögur ráðsins feli í sér gagnrýni á störf kennara og annars starfsfólks menntakerfisins. Þá lýsir ráðið yfir vonbrigðum með tilraun ráðherra til að skauta umræðu um menntun. Ráðið segir að ákall um að árangur af grunnskólastarfi sé mældur með samræmdum hætti feli ekki í sér gagnrýni á störf kennara. Tillögur ráðsins myndu þvert á móti bæta starfsumhverfi kennara, auka traust og gagnsæi í skólastarfi og draga úr þrýstingi af hálfu foreldra þegar kemur að einkunnagjöf. Að lokum leggur ráðið fram þrjár tillögur sem muni tryggja mælingar á árangri grunnskólakerfisins, veita grunnskólum aðhald og umbótaverkfæri og tryggja börnum jafnræði til náms að nýju. Þær eru: Hætt verði við áform um endanlegt afnám samræmdra prófa. Niðurstöður samræmdra prófa og PISA-mælinga verði birtar opinberlega niður á einstaka skóla til að tryggja jafnræði og umbætur þegar kemur að námsárangri. Framhaldsskólum verði frjálst að nota samræmd próf eða inntökupróf til að tryggja jafnræði meðal umsækjenda um skólavist. Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Um helgina var greint frá sjónarmiðum Viðskiptaráðs Íslands um fyrirhugaðar breytingar á lögum um grunnskóla. Þar kom fram að ráðið vildi að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju og látin gilda inn í framhaldsskóla. Einnig sagði ráðið að Kennarasambandið hefði leitt málaflokkinn í öngstræti. Anton Már Gylfason, stjórnarmaður í Kennarasambandinu sagði í viðtali við fréttastofu að hugmyndir Viðskiptaráðs byggðu á gamaldags hugmyndum. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, sagðist í viðtali við Rúv vera ósammála umsögn ráðsins og furðaði sig á stöðumatsprófi sem lagt hefur verið fyrir nýnema Verzlunarskólans undanfarin ár. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra sagði málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Einnig sagði Ásmundur að innleiðing nýs samræmds matsækis væri þegar hafin og hún hefði verið unnin í nánu samstarfi við fólk sem ynni með börnum. Í færslu sem birtist í dag fagnaði Viðskiptaráð umræðu um umsögnina en lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð menntamálaráðherra og formanns KÍ. Vegna ummæla þeirra vill ráðið koma þremur atriðum á framfæri. Segjast ekki krefjast eins samræmds prófs Viðskiptaráð segir ólíkt því sem formaður KÍ segi hafi ráðið hvergi talað fyrir einu prófi í samræmdu námsmati. Ráðið sé fylgjandi því að námsmat sé þróað og bætt í takti við það sem best tíðkast í skólastarfi, það geti til dæmis verið í formi fleiri og styttri prófa. „Tillögur Viðskiptaráðs um áframhaldandi samræmd próf byggja á sjónarmiðum um jafnræði grunnskólabarna óháð búsetu og umbótum í skólastarfi. Það eru tímalaus gildi sem verða aldrei úrelt,“ segir í færslunni. Misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga Þá segir ráðið að afstaða formanns KÍ um að misræmis gæti ekki í einkunnagjöf grunnskóla stangist á við niðurstöður rannsókna menntamálayfirvalda. Ráðið vísar í tvær rannsóknir Menntamálastofnunar sér til stuðnings. Rannsókn Menntamálastofnunar á misræmi í einkunnagjöf grunnskóla frá árinu 2022 hafi leitt í ljós að 35 prósent nemenda búi við að skólaeinkunn þeirra sé „líklega umtalsvert lægri eða hærri en hefði verið í öðrum skóla.“ Í annarri rannsókn stofnunarinnar segir að breytingar á einkunnakvarða frá númerum yfir í bókstafi hafi ekki náð að vinda ofan af síhækkandi meðaleinkunnum. Ráðið segir misræmi í einkunnagjöf og einkunnaverðbólga alvarlegan vanda í íslensku grunnskólakerfi og að fyrsta skrefið í lausn á vandanum sé að viðurkenna tilvist hans. „Vonandi stígur formaður Kennarasamband Íslands það skref fyrr en síðar,“ segir svo í færslunni Tillögur ráðsins myndu bæta starfsumhverfi Viðskiptaráð hafnar því að tillögur ráðsins feli í sér gagnrýni á störf kennara og annars starfsfólks menntakerfisins. Þá lýsir ráðið yfir vonbrigðum með tilraun ráðherra til að skauta umræðu um menntun. Ráðið segir að ákall um að árangur af grunnskólastarfi sé mældur með samræmdum hætti feli ekki í sér gagnrýni á störf kennara. Tillögur ráðsins myndu þvert á móti bæta starfsumhverfi kennara, auka traust og gagnsæi í skólastarfi og draga úr þrýstingi af hálfu foreldra þegar kemur að einkunnagjöf. Að lokum leggur ráðið fram þrjár tillögur sem muni tryggja mælingar á árangri grunnskólakerfisins, veita grunnskólum aðhald og umbótaverkfæri og tryggja börnum jafnræði til náms að nýju. Þær eru: Hætt verði við áform um endanlegt afnám samræmdra prófa. Niðurstöður samræmdra prófa og PISA-mælinga verði birtar opinberlega niður á einstaka skóla til að tryggja jafnræði og umbætur þegar kemur að námsárangri. Framhaldsskólum verði frjálst að nota samræmd próf eða inntökupróf til að tryggja jafnræði meðal umsækjenda um skólavist.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira