Fyrirvari fyrir næsta gos gæti verið nokkrar mínútur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 23:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Hættustig almannavarna var virkjað í dag vegna yfirvofandi eldoss í grennd við Grindavík. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir það áhyggjuefni að viðvörunartími styttist með hverju gosinu sem verður en telur þó öruggt að fólk sé í bænum að degi til. Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði hættumat sitt í gær en nú er talin mikil hætta á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur og norðaustan við bæinn á næstu tveimur vikum. „Við bara þurfum að hækka okkar viðbúnað og auka vöktun hjá okkur og nú eru farnar að ganga fleiri bakvaktir hjá okkur og annað slíkt. Við vorum í dag með samráðsfund með ýmsum hagaðilum þar sem við vorum að fara yfir stöðuna þannig að allir væru tilbúnir að fara yfir sínar áætlanir.“ Viðvörunartíminn nokkrar mínútur Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í gær að fyrirvarinn fyrir gos á svæðinu styttist með hverju gosinu sem verður. Víðir segir það áhyggjuefni en viðvörunartími gæti verið aðeins nokkrar mínútur. „Plönin okkar núna eru að geta hafið rýminguna, sett lúðrana í gang og sent skilaboð til þeirra inn á hættusvæðinu á styttri tíma en áður,“ segir Víðir. Gist í 30 til 60 húsum Um 250 til 300 manns starfa í bænum á hverjum degi. Grindavíkurnefnd hyggst ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir eftir verslunarmannahelgi til að gera við vegi og lagnir í bænum og mun fólki í bænum fjölga við það. Kostnaður verkefnisins hleypur á nokkrum hundruðum milljónum króna. Spurður hvort að það sé ábyrgt og skynsamlegt að hafa fólk í bænum þegar að gos gæti komið upp innan bæjarmarkanna segir Víðir að það sé öruggt að degi til. „Það hefur sýnt sig að það gengur mjög fljótt að rýma að degi til. Við höfum meiri áhyggjur af þeim sem gista þarna. Það er gist í svona 30 til 60 húsum. Við höfum meiri áhyggjur af því.“ En aðgangurinn verður ekki takmarkaður enn frekar upp úr þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira