Síðasta ávarp Guðna í embætti: „Þið eruð geggjuð!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2024 22:03 Guðni lætur af störfum sem forseti Íslands á fimmtudaginn eftir átta ár í embætti. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. Guðni greinir frá þessu í Facebook færslu. Hann segir ávarpið hafa verið flutt við bestu kringumstæður sem hann hefði getað hugsað sér. „Fátt er magnaðra en fjallasalir og fögur víðerni, hverir og fossar, hálendi Íslands í allri sinni dýrð. Og fátt er skemmtilegra en útivist í góðum félagsskap, göngur, söngur og hvaðeina. Veislur og viðburðir í stórborgum komast ekki í hálfkvisti við slíka afþreyingu í slíku umhverfi,“ segir Guðni í færslunni. Ætíð ætlað að nota orðin í ávarpi Í ávarpinu hafi hann minnst frumherjanna sem reistu skíðaskála í Kerlingarfjöllum um miðja síðustu öld og ráku áratugum saman. Þá nefndi hann breytingar sem hafa orðið á svæðinu eftir að fyrstu mannvirkin voru reist í Kerlingarfjöllum. Þá hafi hann beint máli sínu að hlaupurunum og minnt á mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilbrigði. „Í mínu embætti hef ég lagt áherslu á lýðheilsu í víðum skilningi. Við munum aldrei mæta auknum áskorunum á sviði heilsu og hjúkrunar með því einu að byggja fleiri sjúkrahús og hjúkrunarheimili, fjölga heilbrigðisstarfsfólki, þróa og selja fleiri lyf. Við þurfum að hugsa forvirkt, fyrirbyggja vanda frekar en að mæta honum síðar,“ segir í færslu Guðna. Hann segir alla hvatningu í þeim efnum verða að vera með jákvæðum formerkjum og allir þurfi að finna hreyfingu og lífsstíl við hæfi. „Með þeim orðum hvatti ég hlauparana í Kerlingarfjöllum til dáða og náði um leið að nota orð sem ég hef ætíð ætlað að hafa í ávarpi en ekki fundið hentugt tilefni fyrr en nú. „Þið eruð geggjuð!“ sagði ég um leið og liðið var ræst út.“ Þakkar óþekktum kjarnakonum aðstoðina Í hlaupinu voru þrjár leiðir í boði, tólf kílómetra leið, 63 kílómetra leið og 22 kílómetra leið, sem Guðni tók þátt í. Guðni segist sjaldan hafa verið jafn örmagna og að hlaupinu loknu. „Þetta var mikil þrekraun og ég held ég hafi aðeins náð í mark vegna þess að tvær kjarnakonur komu mér til bjargar þegar langt var liðið á hlaupið. Önnur færði mér salttöflu og hin orkudrykkjarflösku. Auðvitað var maður of þreyttur til að spyrja þær til nafns en þið stelpur sem komuð að mér sitjandi við stein: Bestu þakkir! Þessir vinargreiðar voru ómetanlegir.“ Þá segist hann hafa náð að ljúka við síðasta kafla hlaupsins með því að söngla í sífellu stef úr laginu Kvaðning með Skálmöld. „Höldum nú á feigðarinnar fund, þetta ferðalag er köllun vor og saga. Vaskir menn á vígamóðri stund og Valhöll bíður okkar allra þá.“ „Gleðin við að komast á leiðarenda var engu lík. Við getum öll verið meistarar í eigin lífi, á okkar eigin forsendum. Eitt sinn átti ég mér þá von að komast á Ólympíuleikana en svo sér maður að ekki geta allir draumar ræst. Lífið er langhlaup og best að fara - eftir því sem tök eru á - þá leið sem liggur næst hug manns og hjarta. Njótum dagsins!“ segir hann að lokum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Hlaup Heilsa Hrunamannahreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Guðni greinir frá þessu í Facebook færslu. Hann segir ávarpið hafa verið flutt við bestu kringumstæður sem hann hefði getað hugsað sér. „Fátt er magnaðra en fjallasalir og fögur víðerni, hverir og fossar, hálendi Íslands í allri sinni dýrð. Og fátt er skemmtilegra en útivist í góðum félagsskap, göngur, söngur og hvaðeina. Veislur og viðburðir í stórborgum komast ekki í hálfkvisti við slíka afþreyingu í slíku umhverfi,“ segir Guðni í færslunni. Ætíð ætlað að nota orðin í ávarpi Í ávarpinu hafi hann minnst frumherjanna sem reistu skíðaskála í Kerlingarfjöllum um miðja síðustu öld og ráku áratugum saman. Þá nefndi hann breytingar sem hafa orðið á svæðinu eftir að fyrstu mannvirkin voru reist í Kerlingarfjöllum. Þá hafi hann beint máli sínu að hlaupurunum og minnt á mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin heilbrigði. „Í mínu embætti hef ég lagt áherslu á lýðheilsu í víðum skilningi. Við munum aldrei mæta auknum áskorunum á sviði heilsu og hjúkrunar með því einu að byggja fleiri sjúkrahús og hjúkrunarheimili, fjölga heilbrigðisstarfsfólki, þróa og selja fleiri lyf. Við þurfum að hugsa forvirkt, fyrirbyggja vanda frekar en að mæta honum síðar,“ segir í færslu Guðna. Hann segir alla hvatningu í þeim efnum verða að vera með jákvæðum formerkjum og allir þurfi að finna hreyfingu og lífsstíl við hæfi. „Með þeim orðum hvatti ég hlauparana í Kerlingarfjöllum til dáða og náði um leið að nota orð sem ég hef ætíð ætlað að hafa í ávarpi en ekki fundið hentugt tilefni fyrr en nú. „Þið eruð geggjuð!“ sagði ég um leið og liðið var ræst út.“ Þakkar óþekktum kjarnakonum aðstoðina Í hlaupinu voru þrjár leiðir í boði, tólf kílómetra leið, 63 kílómetra leið og 22 kílómetra leið, sem Guðni tók þátt í. Guðni segist sjaldan hafa verið jafn örmagna og að hlaupinu loknu. „Þetta var mikil þrekraun og ég held ég hafi aðeins náð í mark vegna þess að tvær kjarnakonur komu mér til bjargar þegar langt var liðið á hlaupið. Önnur færði mér salttöflu og hin orkudrykkjarflösku. Auðvitað var maður of þreyttur til að spyrja þær til nafns en þið stelpur sem komuð að mér sitjandi við stein: Bestu þakkir! Þessir vinargreiðar voru ómetanlegir.“ Þá segist hann hafa náð að ljúka við síðasta kafla hlaupsins með því að söngla í sífellu stef úr laginu Kvaðning með Skálmöld. „Höldum nú á feigðarinnar fund, þetta ferðalag er köllun vor og saga. Vaskir menn á vígamóðri stund og Valhöll bíður okkar allra þá.“ „Gleðin við að komast á leiðarenda var engu lík. Við getum öll verið meistarar í eigin lífi, á okkar eigin forsendum. Eitt sinn átti ég mér þá von að komast á Ólympíuleikana en svo sér maður að ekki geta allir draumar ræst. Lífið er langhlaup og best að fara - eftir því sem tök eru á - þá leið sem liggur næst hug manns og hjarta. Njótum dagsins!“ segir hann að lokum.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Hlaup Heilsa Hrunamannahreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira