„Virðist vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 18:00 Eiganda King Kong þykir líklegt að þjófurinn hafi skorið sig við að klöngrast inn um gluggann. Eigandi verslunarinnar King Kong segir svo virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi í dag. Brotist var inn í King Kong við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, rúmum sjö mánuðum eftir að brotist var inn í samnefnda verslun við Höfðabakka. „Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
„Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05