„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júlí 2024 19:32 Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir ekkert athugavert við að fólk gisti og starfi í Grindavík þessa dagana. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira