„Munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júlí 2024 19:32 Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir ekkert athugavert við að fólk gisti og starfi í Grindavík þessa dagana. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir mestar líkur á að næsta eldgos á Reykjanesskaga verði á sama stað og síðustu gos á svæðinu. Ólíklega muni gjósa inni í Grindavík og því sé skammur viðbragðstími ekki endilega áhyggjuefni. Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Auknar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum og þrýstingur er að byggjast upp undir Svartsengi. Veðurstofan hélt hættumati sínu óbreyttu í dag og enn eru líkur á að gosið gæti í Grindavík. „Varðandi eldgosið held ég að það sé bara á næstu grösum,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Líklega sé ein til þrjár vikur í eldgos en ólíklega muni gjósa inni í Grindavík. „Það eru miklu meiri líkur á að það komi upp á þeim stað sem það er búið að koma upp í næstum öllum gosunum, að einu undanteknu,“ segir Þorvaldur og vísar þá í eldgosið 14. janúar við Hagafell. Líklega muni gjósa austan við Stóra-Skógfell og enda við Hagafell. Klippa: Auknar líkur á gosi Nú hafa jarðfræðingar gefið út að viðvörunartíminn sé sífellt að styttast, er það áhyggjuefni? „Nei, ekki það mikið svo lengi sem við erum ekki að hleypa fólki inn á gígsvæðið þar sem hefur verið að gjósa. Þá skiptir það í rauninni engu máli,“ segir Þorvaldur. Hann útskýrir að hvorki sé fólk á ferð né innviðir á svæðinu sem hrunið muni að öllum líkindum flæða og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skömmum viðbragðstíma. „Við munum hafa nægan tíma til að bregðast við ef við þurfum að bregðast við.“ Tvö til þrjú hundruð manns starfa í Grindavík þessa dagana og gist er í um þrjátíu húsum. Aðspurður segist Þorvaldur ekki sjá neitt athugavert við það.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira