Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 11:37 Edwards sagði upp störfum í apríl sl. af læknisfræðilegum ástæðum. Eiginkona hans segir hann glíma við andleg veikindi. AP/PA/Jonathan Brady Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 62 ára, hefur játað að hafa „búið til“ kynferðislegar myndir af börnum. Edwards, sem starfaði í áratugi hjá BBC og var einn þekktasti fréttalesari Bretlands, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Edwards játaði á sig þrjú brot sem áttu sér stað á árunum 2020 til 2021 en málið tengist spjalli sem sjónvarpsmaðurinn átti við annan mann á WhatsApp frá 2020 til 2022. Maðurinn sendi Edwards 377 kynferðislegar myndir og myndskeið, þar af 41 af börnum. Af myndunum og myndskeiðunum af börnunum voru sjö flokkaðar sem A, alvarlegasta tegund af barnaníð, tólf sem B og 22 sem C. Flest börnin á alvarlegustu myndunum og myndskeiðunum voru ætluð á aldrinum 13 til 15 ára en síðasta myndskeiðið sem maðurinn sendi Edwards virðist sýna dreng á aldrinum 7 til 9 ára. Maðurinn sagði í spjallinu að drengurinn virtist ungur og að hann ætti fleiri „ólöglegar“ myndir. Edwards bað hann um að senda sér ekki neitt ólöglegt. Hann hélt engu að síður áfram að eiga í samskiptum við manninn. Lögmaður Edwards hefur sagt að það sé engar vísbendingar um að hann hafi sjálfur búið til, geymt eða sent kynferðislegar myndir af börnum. Öll tæki hans hafi verið skoðuð og ekkert fundist nema á WhatsApp. Eins og fyrr segir játaði Edwards að hafa „búið til“ kynferðislegar myndir af börnum en samkvæmt Sky News getur það þýtt „að opna, ná í, geyma eða taka á móti“ myndefni. Þá útskýrir miðillinn enn fremur að myndir eða myndskeið flokkuð A sýni alvarlegustu brot, til að mynda nauðgun, myndir og myndskeið flokkuð B önnur kynferðisbrot og C myndir og myndskeið sem sýna ekki kynlífsathafnir. Þar getur til að mynda verið um að ræða nektarmyndir. Edwards hefur verið fastur liður á skjám Breta í áratugi og var meðal annars sá sem greindi frá því að Elísabet II Bretadrottning hefði fallið frá. Þá fór hann fyrir umfjöllun BBC um krýningu Karls III. Edwards var sendur í leyfi frá störfum í júlí í fyrra eftir að hann var meðal annars sakaður um að hafa greitt 17 ára einstaklingi fyrir kynferðislegar myndir frá 2020. Hann sagði upp í apríl síðastliðnum. Bretland Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Edwards játaði á sig þrjú brot sem áttu sér stað á árunum 2020 til 2021 en málið tengist spjalli sem sjónvarpsmaðurinn átti við annan mann á WhatsApp frá 2020 til 2022. Maðurinn sendi Edwards 377 kynferðislegar myndir og myndskeið, þar af 41 af börnum. Af myndunum og myndskeiðunum af börnunum voru sjö flokkaðar sem A, alvarlegasta tegund af barnaníð, tólf sem B og 22 sem C. Flest börnin á alvarlegustu myndunum og myndskeiðunum voru ætluð á aldrinum 13 til 15 ára en síðasta myndskeiðið sem maðurinn sendi Edwards virðist sýna dreng á aldrinum 7 til 9 ára. Maðurinn sagði í spjallinu að drengurinn virtist ungur og að hann ætti fleiri „ólöglegar“ myndir. Edwards bað hann um að senda sér ekki neitt ólöglegt. Hann hélt engu að síður áfram að eiga í samskiptum við manninn. Lögmaður Edwards hefur sagt að það sé engar vísbendingar um að hann hafi sjálfur búið til, geymt eða sent kynferðislegar myndir af börnum. Öll tæki hans hafi verið skoðuð og ekkert fundist nema á WhatsApp. Eins og fyrr segir játaði Edwards að hafa „búið til“ kynferðislegar myndir af börnum en samkvæmt Sky News getur það þýtt „að opna, ná í, geyma eða taka á móti“ myndefni. Þá útskýrir miðillinn enn fremur að myndir eða myndskeið flokkuð A sýni alvarlegustu brot, til að mynda nauðgun, myndir og myndskeið flokkuð B önnur kynferðisbrot og C myndir og myndskeið sem sýna ekki kynlífsathafnir. Þar getur til að mynda verið um að ræða nektarmyndir. Edwards hefur verið fastur liður á skjám Breta í áratugi og var meðal annars sá sem greindi frá því að Elísabet II Bretadrottning hefði fallið frá. Þá fór hann fyrir umfjöllun BBC um krýningu Karls III. Edwards var sendur í leyfi frá störfum í júlí í fyrra eftir að hann var meðal annars sakaður um að hafa greitt 17 ára einstaklingi fyrir kynferðislegar myndir frá 2020. Hann sagði upp í apríl síðastliðnum.
Bretland Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira