Ekki miklar líkur á meiriháttar milliríkjaátökum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:00 Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum ræddi við Margréti Helgu um stöðuna í Mið-Austurlöndum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ólíklegt að dráp Ismail Haniyeh muni leiða til meiriháttar milliríkjaátaka þrátt fyrir að þær muni hafa ýmsar afleiðingar í för með sér. Ástæða þess séu þeir miklu hernaðarlegu yfirburðir sem Ísrael hefur yfir nágrannaríkin. Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Æðstiklerkur Íran segir að Ísraelar muni gjalda fyrir að hafa ráðið Ismail Haniyeh, pólitískan leiðtoga Hamas, af dögum í Tehran höfuðborg Íran. Í yfirlýsingu sagði Ayatollah Ali Kamenei að Haniyeh hafi verið þeirra gestur og að hans yrði hefnt. Haniyeh fórst í eldflaugaárás á íbúðarhús í norðurhluta borgarinnar en hann dvaldi þar á meðan hann sótti embættistöku forseta Írans. Hamas-samtökin vísuðu ábyrgðinni nær samstundis á Ísraela sem hafa þó ekki lýst henni yfir. Hamas-liðar segja um alvarlega stigmögnun átakanna að ræða. Haniyeh gegndi lykilhlutverki í viðræðum Hamas um vopnahlé og sagði forsætisráðherra Katar, sem hefur haft milligöngu um viðræðurnar, að það sé ekki vænlegt til árangur að ráða viðsemjanda af dögum. Öruggt að ekki verði samið um vopnahlé í bráð Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum segir fyrstu afleiðingar árásarinnar þær að endir verði bundinn á vopnahlésviðræður Ísraels og Hamas. „Kannski eiga þessar viðræður ekki mikinn séns hvort eð er en það er alveg öruggt að þær stoppa í bili að minnsta kosti.“ Þá séu auðvitað áhyggjur af því að árásin kunni að leiða til stigmögnunar og útbreiðslu átakanna sem fyrir eru. Þá sé horft til Írans og Ísraels. „Það virðast ekki miklar líkur á því að það verði meiri háttar milliríkjaátök vegna drápsins á Haniyeh. Og þar horfum við til reynslunnar,“ segir Albert og bendir á að ekki hafi komið til slíkra átaka eftir árás Hamas á Ísrael 7. október. „Margir óttuðust það og hafa óttast það frá þeim degi en það hefur ekki orðið meiriháttar stigmögnun undanfarin ár í þessum heimshluta þó ærið tilefni sé til.“ Enn óljóst hvernig Íranir svara Albert segir lykilástæðu þess að stigmögnun hafi ekki aukist til muna þá að Ísrael hafi mikla hernaðarlega yfirburði yfir nágrannana, þar á meðal Íran. „Það er ekki bara að Ísrael hafi feikilega öflugar loftvarnir eins og kom í ljós í apríl þegar Íran gerði eldflauga- og flugskeytaárás á Ísrael sem mistókst algjörlega. Heldur hefur Ísrael líka afskaplega vel þjálfaðan og öflugan flugher sem getur ógnað Íran og nágrannaríkjunum.“ Hann telur þó að Írönum muni ábyggilega finnast ærið tilefni til stigmögnunar en til hvaða bragðs þeir taka eigi enn eftir að koma í ljós. Möguleikar Írana takmarkaðir Albert segir mikinn álitshnekki fyrir írönsk stjórnvöld að náinn bandamaður og skjólstæðingur sé ráðinn af dögum í höfuðborginni. „Það er mikið áfall auðvitað og sendir skilaboð um þennan heimshluta og víðar að Íranir séu kannski ekki nógu burðugir.“ Möguleiki Írana til að ráðast á Ísrael sé samt sem áður mjög takmarkaður. Aðrir möguleikar séu til dæmis að siga Hizbollah-samtökunum í Líbanon eða Hútum í Jemen á Ísrael í auknum mæli, eða reynt að gera aðra eldflauga- eða flugskeytaárás. „Svo er nefndur möguleikinn á hryðjuverkum. Ef til þeirra kæmi, þá er stigmögnun væntanleg vegna þess að Ísraelsmenn myndu bregðast mjög harkalega við slíku. Og einnig hefur verið nefnd svokölluð netárás á Ísrael. Ég held bara að Íranir séu ekki nógu burðugir í þeim efnum.“ Sem fyrr segir bendi þó flest til þess að nú sé ekki veruleg hætta á meiriháttar milliríkjaátökum í kjölfar drápsins á Haniyeh.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31. júlí 2024 06:46