„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 13:30 Guðlaugur Þór ræddi meðal annars aðkomu hans að nýsköpunarverkefnum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira